Thoravej 29
- hjordis15
- Oct 3
- 1 min read
Thoravej 29 er fyrrum vöruhús frá sjöunda áratugnum í norðvesturhluta Kaupmannahafnar sem hefur verið umbreytt í fjölnota samfélags- og nýsköpunarmiðstöð. Í stað þess að rífa og byggja nýtt var tekin ákörðun um að gefa iðnaðarbyggingunni sem fyrir stóð nýtt líf og sýna með því möguleikana í hringrásinni.
Verkefnið, sem þróað var af Bikubenfonden og hannað af Pihlmann Architects ásamt Hoffmann A/S og ABC Rådgivende Ingeniører, beitir hugmyndafræði hringrásarhagkerfisins með fjölbreyttri nálgun og iðnaðarbyggingin var ekki meðhöndluð sem úrgangur, heldur sem efnisauðlind. Um það bil 95% af upprunalegu efnunum voru varðveitt og endurnýtt sem stuðlaði að allt að 88% minnkun á CO₂ losun samanborið við það að byggja nýtt. Hönnunin felur í sér að endurnýta efni ekki einungis á þann hátt sem það var notað áður, heldur einnig að sjá möguleikana í því að gefa því nýtt hlutverk. Steyptum plötum var til að mynda breytt í húsgögn eða stiga og múrsteinar úr klæðningu voru nýttir sem gólfefni. Stálbitar og timbur var gert upp og haft sýnilegt í strúktúrnum, sem tilvísun í það sem áður var. Endurnotkun og endurnýting efna úr byggingunni minnkaði hráefnisþörf verkefnisins og kom í veg fyrir um 95% af framkvæmdaúrgangi.
Byggingin er um 6.300 fermetrar og er hönnuð með fjölbreytta notkun í huga og sveigjanleika fyrir mismunandi starfsemi, svo sem sýningar, sameiginleg vinnurými og menningarviðburði. Byggingin er nú samkomustaður og samvinnuvettvangur einstaklinga og stofnana sem starfa á mismunandi sviðum.
Frekari upplýsingar má finna á:

Comments