top of page
Keeping accounts

Hér er að finna safn af skýrslum sem tengjast hringrás í byggingargeiranum. Síaðu eftir leitarorðum fyrir skýrslur um ákveðið efni.

Filter by tags

Korlagning og leiðbeiningar um nýtingarmöguleika byggingarúrgangs

Greining á helstu straumum byggingarúrgangs ásamt leiðbeiningum um hvernig auka megi endurnotkun, endurvinnslu og endurnýtingu; minnka förgun byggingarefna og viðhalda verðmætum í virðiskeðjunni. Í framhaldi af greiningunni er fjallað um framtíðar farvegi úrgangs m.t.t. endurnotkunar, endurvinnslu og endurnýtingar og sett fram dæmi og leiðbeiningar fyrir framhaldslíf 

Circular strategies construction

Flæmsk síða sem býður upp á fjölbreytt efni um ýmsa þætti hringrásarframkvæmda, þar á meðal gerðir samninga, innkaupakríteríu og lista yfir einfaldar hringrásaraðgerðir fyrir íbúðarhúsnæði og sveitarfélög.

Circular economy wiki

Yfirlit um helstu hugtök í tenglsum við hringrás í byggingargeiranum. 

Circular Construction in Regenerative Cities (CIRCuIT)

Niðurstöður European project Construction in Regenerative Cities (CIRCuIT), byggt á hagnýtri innsýn samstarfsaðila, þar á meðal Kaupmannahafnarborgar, um hvernig hvernig er hægt að lengja líftíma bygginga, auka endurnýtingu efnis í verkefnum og stafræn verkfæri til að styðja við hringrás. 

Materialepas for genbrugte byggematerialer

Danskar leiðbeiningar um hvernig vöruvegabréf (e. material passport) eru gerð.

Leiðbeiningar um hringrás í byggingariðnaði

Leiðbeiningar um innleiðingu hringrásarhagkerfisins í hönnun bygginga, sem taka sérstaklega mið af séríslenskum auðlinda- og landfræðilegum aðstæðum, en einnig með hliðsjón af íslenskum og pólskum markaðsþörfum og einkennum.

Nordic Networks for Circular Construction

Samantekt um þriggja ára NNCC verkefnið um hindranir og tækifæri fyrir hringrásarbyggingarframkvæmdir á Norðurlöndum, leiðir til að mæla hringrás og stefnumótandi tillögur um hvernig er hægt að efla hringrás.

Accelerate circular construction

Tillögur um hvernig auka má hringrás í mannvirkjagerð á landsvísu, þar á meðal sérstakir þættir sem tengjast hverju af fimm Norðurlöndunum, en einnig á norrænum og evrópskum vettvangi. Tillögurnar byggjast á niðurstöðum vinnustofa sem voru haldnar í fimm Norðurlöndum, með um 150 þátttakendum í heildina. 

Hringrásarhagkerfið og byggingariðnaðurinn

Samantekt frá árinu 2019 gefin út af Grænni byggð

A systems approach to circular economy transition: Creating causal loop diagrams for the Icelandic building industry

Rannsókn um íslenska byggingargeirann og hringrásarhagkerfið. Vandamál varðandi innleiðingu hringrásarstefnu og viðskiptamódela innan íslensks byggingageira voru greind og sett fram áhersluatriði fyrir stefnumótun. 

Hringrásarveggur

Skýrsla, unnin í samstarfi Basalt arkitekta, EFLU, og Jáverks, og styrkt af Hringrásarsjóði Umhverfis-, orku- og loftlagsráðuneytisins, kannar hvaða úrgangsstrauma á Íslandi mætti ​​nýta við smíði  hringrásarinnveggja.

Politiske strakstiltak for en grønnere eiendomssektor

20 pólitískar aðgerðir til að ýta byggingariðnaðinum í grænni ákvarðanir.

Strakstiltak for utbyggere og byggeiere

Aðgerðapakki fyrir litla og stóra byggingareigendur.

Increasing resource
efficiency in the Swedish
flooring industry through
floor refinishing

Rannsókn um umhverfisávinning þess að viðhalda og endurbæta gólfefni fremur en að skipta því út.

Renovation for a brighter floor future

Samantekt rannsóknar um umhverfisávinning þess að viðhalda og endurbæta gólfefni fremur en að skipta því út.

Circularity in the built environment - A Reading Guide

Leiðbeiningar fyrir arkitekta, byggingarfyrirtæki, fasteignarfyrirtæki og aðra hagaðila til að rata í þeim frumskógi af upplýsingum um hringrásarhagkerfið í byggingargeiranum.

Risikohåndtering af mere bæredygtige løsninger

Dönsk skýrsla um hvernig skal meðhöndla áhættu í tengslum við sjálfbær hráefni og/eða lausnir. Veitir upplýsingar um hvernig skal bera kennsl á, greina og stjórna slíkri áhættu.

bottom of page