Styrktaraðilar
Hringvangur var styrkur af eftirfarandi aðilum til reksturs árið 2024.
Við þökkum þeim fyrir stuðninginn!
Verkís verkfræðistofa
Verkís er verkfræðistofa sem vinnur meðal annars á sviðum mannvirkjagerðar, samgangna og innviða, iðnaðar og orku. Í yfir 90 ár hefur stofan tekið þátt í uppbyggingu samfélaga og býr yfir metnaði og þekkingu til að veita faglega og framúrskarandi þjónustu. Verkís leggur áherslu á að innleiða sjálfbærni í alla þætti starfseminnar, og er þessi áhersla hluti af skyldum og markmiðum sem fyrirtækið hefur sett sér í heild.
Húsnæðis- og mannvirkjastofnun
Húsnæðis- og mannvirkjastofnun hefur það hlutverk að vernda líf og heilsu, eignir og umhverfi með því að tryggja virkt eftirlit með gæðum og öryggi í mannvirkjagerð, brunavörnum, minnkun vistspors og réttleika skráningar fasteigna. Stofnunin tryggir húsnæðisöryggi með því að auka aðgengi almennings að viðunandi húsnæði á viðráðanlegu verði, hvort sem er til eignar eða leigu. Hún stuðlar að stöðugleika og virkni á húsnæðismarkaði með greiningum á íbúðaþörf, birtingu rauntímaupplýsinga og áreiðanlegu fasteignamati.
Grænni byggð
Grænni byggð eru frjáls félagasamtök (NGO) stofnuð árið 2010 til að hvetja til sjálfbærrar þróunar byggðar með því að hvetja og efla fólk til að vinna að því sameiginlega markmiði að skapa heilbrigt og sjálfbært, byggt umhverfi sem stuðlar að vellíðan fyrir alla. Í Grænni byggð eru um 60 meðlimir sem vinna að því markmiði að gera byggingargeirann að virkum aðila í að skapa sjálfbæra framtíð og heilbrigðara samfélag.