
Hringvangur er vettvangur stofnaður sem hluti af Nordic Networks for Circular Construction (NNCC) verkefninu, sem er unnið af Húsnæðis- og mannvirkjastofnun og Grænni byggð í samvinnu við Norðurlöndin. Þörfin fyrir slíkt tengslanet, sem eykur samstarf ólíkra hagsmunaaðila í byggingargeiranum, kom einnig í ljós í byrjun 2024 innan verkefnins Hringborð Hringrásar, á vinnustofu 19. janúar 2024, og var fyrsti fundurinn sem haldinn var um stofnun Hringvangs haldinn með verkefnastjórum þess verkefnis.
Hringvangur er tengslanet sem er opið öllum þeim sem hafa áhuga á hringrásarhagkerfinu í tengslum við byggingariðnaðinn. Grænni byggð hefur hýst tengslanetið frá árinu 2024.
Mynd: Ástrós Steingrímsdóttir
Markmið Hringvangs
#1
Efla hringrásarhagkerfi í byggingargeiranum.
#2
Hvetja yfirvöld til að setja lög sem beina íslenskum byggingarmarkaði í hringlaga átt.
#3
Fræða og hvetja hagsmunaaðila sem koma að byggingargeiranum til að innleiða hringlaga starfshætti í starfi sínu.
#4
Tengja hagsmunaaðila í byggingargeiranum til að auðvelda innleiðingu hringrásarstarfsemi í reynd um alla virðiskeðjuna.
Til að uppfylla þessi markmið var starfssviði Hringvangs skipt í verkefni og undirverkefni:


