top of page

Svanurinn

  • hjordis15
  • 4 days ago
  • 2 min read

Í Gladsaxe í Danmörku stendur byggingin Svanurinn (dk. Svanen) sem fyrirmynd þess hvað hringrásarhugsun getur náð langt byggingargeiranum. Byggingin er hönnuð af Lendager og er fyrsta Svansvottaða leikskólabygging í heiminum ásamt því að vera frábært dæmi um hversu langt má ganga í endurnýtingu og endurnotkun. Með því að nýta og endurvinna efni úr gamla Gladsaxe-skólanum tókst að minnka byggingarúrgang um 66% og koma í veg fyrir losun á 1,8 tonnum af CO₂.

Mynd: Rasmus Hortshøj
Mynd: Rasmus Hortshøj

Verkefnið hófst með nákvæmri kortlagningu efna áður en niðurrif fór fram. Við niðurrifið voru byggingarefni vandlega flokkuð, skráð og undirbúin til endurnýtingar. Múrsteinar, þakflísar, klæðning, mulið steinsteypu­efni, stálsmíði, sperrur úr viði og aðrir burðahlutar fengu nýtt hlutverk í leikskólanum. Þessi nálgun dró úr þörf fyrir ný hráefni og hélt jafnframt í fagurfræðilegt og menningarlegt gildi eldri byggingarinnar.


Það sem gerir bygginguna Svaninn sérstakan er hvernig söguleg byggingarefni eru felld inn í nútímalega hönnun. Stálklæðning frá sjöunda áratugnum, sperrur úr viði og endurunnar þakflísar gegna ekki aðeins hlutverki sem byggingarefni, heldur bera einnig með sér sögu gamla skólans. Í hjarta hússins er sólstofa þar sem klukkan af skólalóð gamla skólans slær og gamla stjörnuathugunarrýminu hefur verið breytt í leikherbergi. 


Verkefnið er afrakstur náins samstarfs allra aðila, meðal annars Gladsaxe-bæjar, eigendur byggingarinnar, verktaka og ráðgjafa verkefnisins. Verkefnið var vottað af Svaninum og hefur hlotið viðurkenningu frá dönsku byggingarsamtökunum (DI Byggeri) sem fyrirmyndarverkefni í hringrásarhugsun.


Af verkefninu má draga víðtækan lærdóm, þar á meðal: 

  • Kortlagning efna og endurnotkunaráætlanir geta afhjúpað verðmæt endurnýtingartækifæri.

  • Samvinna allra aðila, allt frá sveitarfélögum til verktaka og ráðgjafa, er lykilatriði til að samræma umhverfismarkmið og framkvæmd.

  • Hringrásarlausnir eru mögulegar á stærri skala.


Lesið meira á eftirfarandi vefsíðum:


 
 
 

Comments


bottom of page