top of page

Kristian Augusts gate 13

  • hjordis15
  • Sep 17
  • 2 min read

Updated: Oct 3

Kristian Augusts gate 13 í miðborg Osló (KA13) er eitt metnaðarfyllsta hringrásarbyggingarverkefni Noregs og fól í sér um 80% endurnýtningu. Verkefnið nær yfir endurbætur á því húsnæði sem áður stóð á lóðinni (2734 m2), viðbyggingu (855 m2), og endurgerð kjallara (708 m2).


Verkefnið var flókið í framkvæmd og krafðist þess að miklum tíma væri varið í að finna efni sem annars hefði ekki verið nýtt. Fyrir viðbygginguna var úrgangsefni meðal annars fengið frá 25 niðurrifs- og endurbótaverkefnum annarsstaðar í Osló og frá endurvinnslustöðum, en einnig var nýttur afgangur frá söluaðilum og framleiðendum. Þar að auki voru smíðaðar einingar úr endurnýttu efni sem hægt er að taka í sundur síðar. Það efni sem ekki nýttist í KA13 var komið áfram til annarra verkefna á vegum verkefnastjóra verkefnisins. 


ree

Dæmi um hringrásaraðgerðir í verkefninu: 

  • Gluggar í viðbyggingu (4.-7. hæð) voru allir endurnýttir og má taka í sundur og nota aftur

  • Um það bil 100 m2 af parketi var fengið úr afgöngum og pöntunarskilum, og um 2200 m2 af teppaflísum voru ýmist endurnýttar eða fengnar úr afgangsbirgðum dreifingaraðila

  • Allar steinullarloftplötur voru endurnýttar (um 1500 m2).

  • Um 70% af stáli var endurnýtt frá öðrum niðurrifs-/endurbótaverkefnum á svæðinu, tímabundinni byggingarstarfsemi og einkareknum úrgangsfyrirtækjum.

  • Stálstigar á milli 8. og 9. hæðar voru endurnotaðir.

  • Um 340 m2 af keramikflísum (hreinlætissvæði) komu úr birgðum smásala (rangar pantanir, umframbirgðir, vörur sem átti að farga).

  • Ýmsir aðrir hlutar (t.d. innihurðir, stigahandrið, eldvarnarhurðir í viðbyggingu, 12 stk af brunaslönguskápum, úðarrör, kælistokkar, loftrásir, um 58 m af kapalbökkum, hreinlætistæki, ofnar og lampar) voru annað hvort endurnotaðir beint á staðnum eða keyptir úr öðrum niðurrifs-/endurbótaverkefnum og endurnotaðir í KA13; meirihluti þessara hluta er hægt að taka í sundur og endurnýta aftur.

  • Glerframhliðin (1. hæð sem snýr að götu og bakgarði) var tekin úr endurbótaverkefni í nágrenni og afgangsbirgðum verktaka; þessi tegund framhliðar hentar vel til að taka í sundur og setja saman aftur í framtíðarverkefnum.

  • Framhlið viðbyggingarinnar er úr plötuklæðningu úr ýmsum gerðum endurnýttra efna (málmplötu, trefjasementplötu, samsettri steinplötu); samsetning þeirra auðveldar sundurtöku og endurnýtingu.

  • Skilveggir (skrifstofur og fundarherbergi; um 160 m2) voru hannaðir á þann hátt að auðvelt er að setja saman og taka í sundur.

  • Boltatengingar voru notaðar í stálbyggingunni þar sem hægt var, svo hægt sé að taka hana í sundur í framtíðinni.

  • 20,000 múrsteinar voru endurnýttir í verkefninu, og kalkmúr var notaður svo hægt væri að fjarlægja þá, hreinsa, og endurnýta í framtíðinni.

  • Um 85 m2 af granítklæðningu og um of 100 m2 af timbri var endurnýtt í veröndargolfið, sem hægt er að taka í sundur og endurnýta.




 
 
 

Recent Posts

See All

Comments


bottom of page