top of page

Svansvottuðu húsin í Hafnarfirði

  • kjag55
  • Mar 28
  • 1 min read

Rentur ehf


Nýlega hlaut bygging tveggja fjölbýlishúsa fyrstu Svansvottunina í Hafnarfirði samkvæmt nýjum byggingarviðmiðum.

Eigandi verkefnisins, Rentur ehf, notaði hugmyndafræði hringrásarhagkefisins í verkefninu, til dæmis með eftirfarandi aðgerðum: 

  1. Hönnun sem tók tillit til minnkunar á efnisnotkun og losun, meðal annars með því að nota staðlaða stærð af CLT einingum til að draga úr afskorningum og fjölda festinga milli eininga. 

  2. Endurnýting á steinum, gangstéttarhellum og málmstöngum fyrir hurðarkarma.

  3. Úrgangsflokkun í 22 flokka, þar á meðal samansöfnun á smáum endurnýtanlegum efnishlutum til endursölu, endurnýtingar eða til að skila til seljanda. Úrgangsefni voru að miklu leyti endurnýtt í verkefnið sjálft (t.d. skrúfur), önnur verkefni (t.d afgangar af steinull) eða þau voru endurunnin.

Frá hagkvæmu sjónarhorni fór mikil vinna í að flokka úrgang og ákvarða hvernig hægt væri að endurnýta hann auk þess sem aðgerðin var kostnaðarsöm, segir einn verkeigenda, Ingimundur Þór Þorsteinsson - „Það væri mun auðveldara ef til væri sameiginlegur vettvangur þar sem eigendur endurnýtanlegs efnis og mögulegir notendur þessu gætu tengst.“ Ingimundur nefnir einnig íhaldssama nálgun nokkurra hagsmunaðaila og andstöðu þeirra við breytt vinnubrögð. Hann telur þó að vistvænar aðferðir verði brátt hluti af almennu byggingarferli. „Einu sinni voru engin bílbelti í bílum en í dag er enginn bíll seldur án öryggisbeltis. Núna er það sama að gerast í byggingariðnaðinum. Í náinni framtíð verður skylda að byggja byggingar í samræmi við gildandi umhverfisvottunarstaðla; annars verður litið á þær sem „bíla án öryggisbelta“. Það er gott að búa sig undir það,“ segir Ingimundur.


Comments


bottom of page