Frakkastígur 1
- kjag55
- Mar 28
- 1 min read
IÐA ehf
Grænar áherslur verða í fyrirrúmi í nýju húsi sem rísa mun að Frakkastíg 1. Verkefnið var valið í samkeppni Reykjavíkurborgar um „grænt húsnæði framtíðarinnar” árið 2022.
Uppbygging er á hendi Iðu fasteignaþróunarfélags og Lendager Ísland hefur leitt hönnun verksins. Björt Ólafsdóttir, framkvæmdastjóri Iðu, segir að kolefnisfótspor hússins verði 50% minna en venja er, og að lögð verði rík áhersla á að endurnýta auðlindir í uppbyggingunni eins og kostur er. Húsið sé hannað með það að markmiði að vera í fararbroddi bygginga á Íslandi sem minnkar umhverfisálag á loftslag og náttúru. Björt segir að unnið sé eftir stefnumörkun stjórnvalda, bæði ríkis og borgar, um samdrátt í kolefnislosun í mannvirkjageiranum.
Í byggingarlýsinguverkefnisins kemur fram að:
"Gert er ráð fyrir því að nota allt efni sem kemur upp við gröft og framkvæmdir á staðnum aftur, annaðhvort til landmótunar og landslagshönnunar eða sem útærslur fyrir áningarstaði á lóðinni og jafnvel í kringum hana eftir þörfum. Einnig er gert ráð fyrir því að nota byggingarefni sem fellur til eins og afgang af timbri, járnum og steypu í bygginguna sjálfa eða landslagshönnun. Til dæmis er hægt að nýta afgangs steypu í fyrirfram hönnuð mót og þannig útbúa sökkla fyrir hjólastanda sem dæmi, bekki eða aðra hluti. Timbur er auðveldlega hægt að meðhöndla, endurhanna og endurnýta í klæðningar bæði inni og úti."
Comentários