top of page

Háteigsvegur 59

  • kjag55
  • May 30
  • 2 min read

Við Háteigsveg 59 stendur nýr og framúrstefnulegur íbúðakjarni á vegum Félagsbústaða. Arnhildur Pálmadóttir hjá s.p.arkitektum/Lendager á Íslandi ehf. var arkitekt íbúðakjarnans og var verkefnið unnið í samstarfi við Húsnæðis- og mannvirkjastofnun. Hér er að finna nöfn allra þeirra sem komu að gerð fjölbýlisins.


Markvisst var unnið að því að hafa kolefnisfótspor byggingarinnar sem lægst og var endurnýtt hráefni notað eins og kostur var til þess að takmarka losun. Hringrásarhugsun var í fyrirrúmi frá byrjunarstigi verkefnisins til þess að tryggja skilvirkni endurnotkunar og endurnýtingu.



Steypa

Ósöluhæfar hellur úr framleiðslu BM Vallá voru muldar og notaðar sem steinefni í steypu (Berglind Plús) sem hafði C25 styrk. Þessi steypa var notuð í nokkrum hlutum bygingarinnar. Samanborið við hefðbundna C25 steypu reyndist kolefnisfótspor Berglind Plús vera allt að 40% lægra. Steypan uppfyllir allar kröfur en meðhöndlun hennar er örlítið ólík hefðbundinni steypu og þurfa verktakar sem vinna með hana að taka það til greina. 

Timbur

Annað

Hluti glugga í íbúðakjarnanum eru gluggar sem annars hefðu ekki verið nýttir og fengust frá Gluggagerðinni. Einn samsettur gluggi var smíðaður úr sex endurnýttum gluggum og sjö nýjum gluggum, sem gaf byggingunni sérstakan blæ og jafnframt endurnýtti glugga sem hefði verið hent. Hurðir í geymslu voru endurnotaðar hurðir í eigu Félagsbústaða. 

Stafaparket úr beyki frá Danmörku (m.a. úr íþróttahúsum) var unnið upp og notað í allar íbúðir.

Steinflísar sem urðu afgangs við byggingu á nýrri skrifstofubyggingu Alþingis, Smiðju, voru nýttar í gólf í anddyri kjarnans. 


Lesið meira um verkefnið á síðu Byggjum grænni framtíð um verkefnið.





Comentarios


bottom of page