top of page

Sértækt niðurrif

  • kjag55
  • Jan 8
  • 3 min read

Updated: Mar 6

Áður en sértækt niðurrif hefst skal liggja fyrir ítarleg forskoðun fyrir endurbætur/endurbyggingu eða niðurrif.

Í mörg ár hefur sértækt niðurrif verið framkvæmt í verkefnum sem fela í sér meðhöndlun asbests. Þetta þýðir að grunnfærni í framkvæmd þessara ferla er til staðar hjá hagsmunaaðilum; hinsvegar þarf að auka almennt umfang færninnar.

ree

Ný tækni, eins og vélrænt nám (sem aðstoð við að besta skipulag niðurrifs og vinnuflæði til að hámarka nýtingu auðlinda), getur lækkað kostnað og stytt ferli sértæks niðurrifs. Hins vegar krefst þjálfun gervigreindarlíkana mikils magns gagna sem getur verið áskorun í byggingargeiranum þar sem stafrænar upplýsingar um byggingar, sérstaklega eldri byggingar, eru oft ekki til staðar. Því er gott að hafa auga með slíkri tækni en ekki bíða eftir þróun hennar við framkvæmd á sértæku niðurrifi.


Almenn skref sértæks niðurrifs

Nákvæm skref í ferli sértæks niðurrifs fara eftir sérstöðu verkefnisins; þó er hægt að tilgreina almenn skref sem eiga bæði við smærri og stærri verkefni:
ree

Að fjarlægja skaðleg efni er hluti af hverju skrefi þar sem verið er að rífa og fjarlægja efni og hluti, ef við á.

Þegar verið er að fjarlægja skaðleg efni og hluti þarf að fylgja ströngum verkþáttum til að koma í veg fyrir víxlmengun á hreinu efni og vörum.


Frekari upplýsingar um hættur tengdar byggingarefnum og byggingarvörum má finna hér.

Sértæk niðurrifsáætlun

  • forskoðun fyrir endurbætur/endurbyggingu eða niðurrif svarar spurningunni “hvað”, en til að framkvæma sértækt niðurrif þaf að svara spurningunni “hvernig”, og það er ástæðan fyrir nauðsyn þess að útbúa hina svokölluðu sértæku niðurrifsáætlun;

Það er mjög áríðandi að nægur tími sé gefinn frá lokum forskoðunar niðurrifs til upphafs sértæks niðurrifs til að hægt sé að undirbúa nákvæma sértæka niðurrifsáætlun.

Yfirleitt, er sértæk niðurrifsáætlun útbúin af verktökum sem hafa nauðsynlega kunnáttu og reynslu til að geta valið þá verkferla og aðferðir sem uppfylla kröfur forskoðunarinnar.

 


  • sértæk niðurrifsáætlun inniheldur að minnsta kosti eftirfarandi:
    • umfang verkefnis (þ.e., staðsetningu, eiganda, verktaka, markmið);
    • hvaða aðferðir verða notaðar og í hvaða röð til að tryggja brottflutning á byggingarefni og byggingarvörum til frekari endurnotkunar/endurvinnslu/endurheimtar (samkvæmt ráðleggingum í forskoðun niðurrifs) og rétta úrgangsflokkun;

Mörg byggingarefni og byggingarvörur (t.d. gluggar, gifsplötur, timburinnréttingar, hreinlætistæki) þarf að taka niður handvirkt til að hægt sé að endurnýta það og þetta krefst aukins tíma.

Áður en veggir og gólf eru rifin þarf að fjarlægja yfirborðslag þeirra til að bæta aðskilnað efna.

Oft þarf sérfræðinga til að taka niður tilteknar einingar (t.d. er best að rafverktakar sjái um að taka niður rafeinda- og rafmagnsbúnað og pípulagningamenn sjái um niðurrif pípulagna. Þessir aðilar vita hvernig á að meðhöndla og flytja þessa hluti) til að forðast einföld mistök og auka kostnað í tenglsum við endurbætur og viðgerðir.


  • skipulag svæðis fyrir söfnun og varðveislu (jafnvel tímabundið) á efni og vörum til endurnotkunar, endurvinnslu og endurheimtar;

Það þarf að tryggja svæði á vettvangi fyrir (að minnsta kosti) flokkun á efni og vörum og pökkun fyrir frekari endurnotkun, endurvinnslu og endurheimt.   


  • skipulagning á söfnun, varðveislu og flutningi efnis og vara;

Hugið að starfsaðstöðu á vettvangi til að forðast aukinn kostnað og áhættu vegna flutnings á byggingarefni og byggingarvörum, svo fremi sem það skerðir ekki gæði endurheimtra efna/vara.

Ef þörf er á flutningi, reynið að halda fjarlægðum í lágmarki. Efnahagsleg hagkvæmni og umhverfislegur ávinningur af endurnotkun og endurvinnslu minnkar með aukinni fjarlægð.


  • leiðir til að takast á við þekkt mál varðandi öryggi og áhættuþætti;
  • leiðir til að draga úr umhverfisáhrifum vinnunnar (t.d. rykmengun, útskolun skaðlegra efna, minnkun úrgangs, t.d. umbúðir).




 
 
 

Comments


bottom of page