Forskoðanir fyrir endurbætur/endurbyggingu eða niðurrif ("úrgangsúttektir")
- kjag55
- Jan 8
- 5 min read
Updated: Mar 6
Forskoðanir fyrir endurbætur/endurbyggingu eða niðurrif, stundum kallaðar “úrgangsúttektir”, eru framkvæmar til að meta endurnotkunar- og úrgangsvinnslumöguleika í kjölfar væntanlegra byggingaframkvæmda.
Við kjöraðstæður ætti að gera forskoðanir fyrir endurbætur/endurbyggingu eða niðurrif áður en farið er í útboð eða val á verktaka. Þetta getur komið í veg fyrir að verktakar eigi á hættu að lenda í óvæntum og ófyrirséðum kostnaði, eins og til dæmis vegna meðhöndlunar á skaðlegum efnum sem ekki var vitað um fyrir verktöku.
Slíkar forskoðanir ná yfir eftirfarandi:
magn og gerð byggingarefnis/byggingavara sem verður rifið;
mat á mögulegri endurnotkun og endurvinnslu á fyrrnefndu efni með tilliti til allrar gildandi löggjafar;
Í þessu skrefi ætti að tilgreina alla áhættu sem tengist meðhöndlun skaðlegra efna.
viðbótarupplýsingar (ef þörf er á), til dæmis, áætlað verðmæti efnis/vara til endurnotkunar eða áætlaður kostnaður við meðhöndlun úrgangs.
! Að svo stöddu eru ekki til neinar staðlaðar aðferðir við framkvæmd forskoðana fyrir endurbætur/endurbyggingu eða niðurrif á Norðurlöndunum eða í Evrópusambandinu. Frekari upplýsingar um “úrgangsúttektir” í Danmörku, Finnlandi og Svíþjóð, má finna hér.
Almenn skref í “úrgangsúttektum”

Skref 1: Ákvörðun um umfang skoðunar.
áður en skoðun fer fram þarf ákvörðun um umfang verksins (endurbætur/niðurrif) að liggja fyrir (t.d. hvað hlutar byggingarinnar munu tengjast verkinu);
tilgreina þarf markmið varðandi umsjón með aðföngum (þ.e. áherslur varðandi endurnotkun og endurvinnslu efnis og (ef við á) möguleg notkun þess í öðrum verkefnum);
tilgreina þarf viðbótarkröfur fyrir skoðunina svo sem áætlað verðmæti byggingarefns/byggingarvöru sem verður endurnýtt eða áætlaður kostnaður við meðhöndlun úrgangs með hliðsjón af þeirri leið sem valin er.
Skref 2: Undirbúningsvinna.
miðar að því að safna eins miklum gögnum og mögulegt er um bygginguna og alla hluta hennar, svo næsta skref (vettvangsheimsókn) geti verið eins vel undirbúið og hægt er;
Í þessu skrefi ætti að tilgreina alla áhættu sem tengist meðhöndlun skaðlegra efna. Hér, finnur þú upplýsingar um skaðleg efni í byggingavöru- og niðurrifsúrgangi á Íslandi.
Í Danmörku er listinn yfir mögulegar hættur tengdar tegund og aldri ólíkra bygginarefna/byggingavara, birtur hér VCØB's Material Atlas.
niðurstaða hennar ætti að vera fyrsta uppkast að lista yfir byggingarefni og byggingarvörur, þ.m.t. óvissuatriði tengd þeim efnum/vörum sem þarf að athuga í vettvangsheimsókn;
gögn sem ætti að safna (að minnsta kosti) eru eftirfarandi:
staðsetning byggingar og umhverfi (til að meta aðgengi, skipuleggja væntanlegt, sértækt niðurrif og flutningsferli úrgangs, þ.m.t. nálægð við mögulega geymslustaði byggingarefnis/byggingavara eða móttökustöðvar úrgangs;
aldur byggingar (til að aðlaga væntingar um byggingarefni og byggingarvörur miðað við efnisgæði og tækni fyrri tíma, ef hönnunargögn reynast ekki tiltæk);
raunteikningar (aðgengilegir aðaluppdrættir og séruppdrættir sem nýtast í undirbúningsvinnu við mat á stærðum, byggingatækni, efnisvali, staðsetningu ósýnilegra þátta, t.d. ýmiss búnaðar, nánari upplýsingar um óaðgengileg rými);
gögn um notkunarsögu (til að útvega upplýsingar um fyrri breytingar á húsnæðinu, t.d. endurbyggingar, viðgerðir, viðhald eða atvik eins og eldsvoða eða slys sem mögulega hafa haft áhrif á byggingarvörur og gæði byggingarinnar);
gögn um byggingarefni/byggingarvörur (til að fá upplýsingar um uppruna, gerð, gæði, líftíma, mögulegar hættur og meðhöndlun á byggingarefnum/byggingarvörum sem mögulega eru til staðar í byggingunni);
Mat á þeim skaðlegu efnum sem búast má við skal fylgja með byggt á fyrirliggjandi gögnum (t.d. skrá yfir asbest, slys og mengunarslys) eða mælingar framkvæmdar af skoðunaraðila ef engin gögn eru fáanleg. Mælingarnar eru lykilatriði til að tryggja öryggi í vettvangsskoðun og aðlaga varnir við þær hættur sem eru til staðar.
skráningarvottorð (ef við á; veita viðbótarupplýsingar um efni og vörur sem notaðar hafa verið og geta einnig innihaldið mat á mögulegri endurnotkun eða leiðum til endurvinnslu);
framangreindar upplýsingar má finna m.a. í fasteignaskrá, brunavarnaráætlanir, skjalasöfnum sveitarfélaga (t.d., Skjalasafn Reykjavíkur), Mannvirkjaskrá) eða stafrænum gögnum frá netkerfum, t.d. Google maps.
Skref 3: Vettvangsheimsókn.
er ætlað að vera sjónræn vettvangskönnun sem staðfestir fyrirliggjandi niðurstöður og áætlanir sem byggðar eru á skjölum og öðrum gögnum sem safnað hefur verið saman, ásamt því að vera upphafið að skipulagningu sértæks niðurrifs og mögulegra leiða til endurheimtar úrgangs.
Aðgangur að vettvangi verður að vera tryggður. Öll óaðgengileg svæði (t.d. vegna hruninna veggja, hrörlegra stiga eða nálægðar við skaðleg efni skal skrá í skoðunarskýrslunni.
Allt byggingarefni og byggingarvörur sem tiltekin eru í reglugerðum um aukna framleiðendaábyrgð (EPR), verða að vera tilgreind og meðhöndluð í samræmi við reglugerðina.
ekki eru öll byggingarefni og byggingarvörur auðþekkjanleg í sjón og oft er nauðsynlegt að taka sýni til rannsóknar:
sjónskoðun og skaðlausar rannsóknir (þ.e. nær-innrauður litrófsmælir (NIR), málmleitartæki, röntgenflúrljómun (XRF)) eru yfirleitt notaðar til að meta niðurbrot og skemmdir og tilvist skaðlegra efna;
skaðlegar rannsóknaraðferðir (t.d., brottnám yfirborðslags eða boranir til að kanna efnasamsetningu á mismunandi dýpi) eru yfirleitt notaðar til að ákvarða eðli vissra byggingarefna og byggingarvara (t.d. efnafræðilega samsetningu).
Skref 4: Efnis- og vörulisti
Efnislistinn yfir byggingarefni og byggingarvörur á staðnum er mikilvægasti hluti forskoðunar niðurrifs þar sem hann verður grunnurinn að væntanlegum framkvæmdum (t.d. sértæku niðurrifi);
Í EU Construction & Demolition Waste Management Protocol including guidelines for pre-demolition and pre-renovation audits of construction works (Viðauki C), getur þú fundið tillögur að því hvernig hægt er að skipuleggja slíkan efnislista.
mælt er með að bæta við efnislistann viðeigandi ljósmyndum sem gætu nýst í frekari framkvæmdum (t.d. endurbótum, niðurrifi).
Skref 5: Ráðleggingar varðandi umsjón með aðföngum
útgefnar ráðleggingar ættu að innhalda að minnsta kosti eftirfarandi:
eins nákvæmar upplýsingar og kostur er um hvernig á að flokka efni og úrgang á vinnustað;
nákvæmar upplýsingar um leiðir (stundum eru fleiri en einn valkostur fyrir viss byggingarefni/byggingarvörur) til frekari endurnotkun þeirra eða förgun og aðrar mögulegar leiðir;
Frekari upplýsingar um hugsanlegar leiðir til nýtingar byggingarvöru- og niðurrifsúrgangs (C&DW) á Íslandi má finna hér. Það er samt sem áður full ástæða til að fylgjast með íslenskum endurvinnslufyrirtækjum og öðrum hagsmunaaðilum í byggingageiranum sem vinna að fjölgun endurvinnslu- og endurnotkunarmöguleika fyrir byggingavöru- og niðurrifsúrgang C&DW, þar sem stutt gæti verið í fleiri möguleika á markaðinum.
listi yfir lagaákvæði sem þarf að fylgja, auk tilvísunar um hvaða þættir byggingarefna/byggingarvöru/byggingareiningu þau eiga við;
ítarlegar upplýsingar um hugsanlega áhættu tengda niðurrifi og leiðir til að draga úr henni;
vísbendingar um möguleg frávik frá áætlunum um aðfangastjórnun og leiðir til að draga úr áhrifum þeirra.
Á Íslandi, í samræmi við Byggingarreglugerð (15. Mengun frá mannvirkjum og meðhöndlun byggingar- og niðurrifsúrgangs), skal gera áætlun um losun byggingar- og niðurrifsúrgangs þegar sótt er um byggingaleyfi. Sum vottunarkerfi (t.d., LEED) gera einnig kröfu um slíkt skjal. Þetta skjal getur stutt við forskoðun en kemur ekki í staðinn fyrir hana þar sem umfang þess er yfirleitt takmarkaðara.
Skref 6: Skýrslugerð
skýrslan dregur saman niðurstöður fyrri skrefa og verður að innihalda að minnsta kosti eftirfarandi:
upplýsingar um verkið (þ.e., eiganda, umfang verksins);
niðurstöðu undirbúningsvinnunnar (þ.e., sögu fyrri endurbóta/breytinga, notkunarsögu);
samantekt forskoðunar (þ.e., ítarlega samantekt á gögnum, æskilegt er að þetta sé sett fram í tölulegum gildum, til dæmis sem massi eða rúmmál úrgangs sem mun myndast, áætlaður massi, flatarmál eða rúmmál efna sem henta til endurnotkunar);
lista yfir þau skjöl og annað efni (t.d., ljósmyndir, afstöðumyndir) sem notað var við skoðunina;
efnislista yfir þekkt byggingarefni og byggingarvörur;
upplýsingar um alla áhættuþætti í tengslum við meðhöndlun umrædds efnis og vara og leiðir til að draga úr þeim;
ráðleggingar varðandi aðfangastjórnun.
Heimildir og frekari fróðleikur:
2) M. Wahlström et al., Pre-demolition audit - overall guidance document, 2019.
3) G. Brusa Cattaneo G et al. Circular Construction for Urban Development, 2024.
5) M. Wahlström et al., Improving quality of construction & demolition waste- Requirements for pre-demolition audit, 2019.
Comments