top of page

Strengstigar, strengrennur

kjag55

Updated: Jan 22





Strengstigar og strengrennur á veggjum hafa mikla endurnotkunarmöguleika þar sem hönnun þeirra hefur lítið breyst í gegnum árin og þetta er yfirleitt ekki sýnilegt. Endurnotkunin er því síður háð fagurfræðilegum sjónarmiðum.

 

Samkvæmt útreikningum í Bengt Dahlgren Gothenburg's guide, getur endurnotkun á  400 mm strengstiga sparað u.þ.b. 5.6 kgCO2_eq/m.

 

Hvernig á að endurnota og endurvinna

  • yfirleitt er engin þörf fyrir að safna ítarlegum gögnum um eiginleika strengstiga og strengrenna; oft nægir að athuga gerð eininganna og leita að gögnum yfir nýjar vörur af samsvarandi gerð.

  • í tilvikum þar sem tæringareiginleikar umhverfisins skipta máli, skal skrá nákvæmlega tæringarflokk umhverfisins sem hlutinn er upprunninn úr, til að skipuleggja endurnotkun hans í samræmi við tæringarflokk þess rýmis sem hann verður endurnotaður í;

 

Ef slík gögn eru ekki tiltæk, skal endurnota strengstiga og strengrennur í rýmum þar sem kröfur um tæringarþol eru lægstar.

 
  • athuga hvort yfirborðið er skemmt (t.d. rispur, göt, ryð) og hvort einhver skaðleg efni eru til staðar (t.d. blý, ef um gamlar rennur er að ræða – hægt að kanna það með XRF mælingum);

 

Hvítt ryð (t.d. kalkkennt efni sem myndast á yfirborði á hlutum úr zinki) hefur yfirleitt ekki mikil áhrif á virkni og líftíma strengstiga og strengrenna á veggjum.

 
  • verjið gegn öllum yfirborðsskemmdum og aflögun í flutningi og geymið á þurrum stað;

 

Plast- eða stálveggrennur? Það er enginn merkjanlegur munur á gæðum og líftíma plast- og stálveggrenna; stálrennur geta þó rispast frekar en plastrennur. Það gæti því verið auðveldara að geyma og flytja plastrennur.

 
  • við uppsetningu, tryggið að hægt verði að taka vörurnar niður og endurnota í framtíðinni.

 

Í ENTRA's KA13 project,  heildrænu, norsku hringrásarverkefni, voru 90 m af plastveggrennum endurnotaðir. Það voru engin sérstök vandamál við endurnýtinguna.

Í Vasakronan's KAJ16 project, heildrænu, sænsku hringrásarverkefni, voru  400 m af strengstigum safnað úr byggingu sem var rifin og 100% strengstiga sem nota á í nýja 16 hæða byggingu verður endurnotað efni.

 

Heimildir og frekari fróðleikur


1 view0 comments

Recent Posts

See All

Hurðir

Comments


bottom of page