top of page

Miðstöðvarofnar

kjag55

Updated: Jan 22



Það er nokkuð auðvelt að taka ofna niður, þeir hafa langan líftíma og útlit þeirra og afköst hafa ekki breyst mikið í áranna rás – þetta auðveldar endurnotkun þeirra. Auk þess geta nýjir ofnar verið tiltölulega dýrir svo það getur borgað sig að endurnota þá, sérstaklega með góðri skipulagningu.

 

Samkvæmt áætlun í Bengt Dahlgren Gothenburg's guide,  sparar endurnotkun á 500mm x 1000 mm ofni frá 11 til 41 kg af CO2_eq, eftir tegund.

 

Hvernig á að endurnota og endurvinna

  • athugið fyrirliggjandi hönnunargögn um afkastagetu ofnsins (hiti inn og út);

 

Ef gögn skortir þarf að meta afköst og virkni; hægt er að byrja á því að bera gamlan ofn saman við samsvarandi vörutegund með þekkta tæknilýsingu.

 

  • verjið gegn skemmdum í flutningi og geymslu;

    • munið að loka öllum tengingum (þ.e. tappar);

    • ef mögulegt er, flytjið og geymið ofna hlið við hlið til að forðast aflögun og aðrar skemmdir sem gætu orðið ef þeim er staflað ofan á hvern annan;

  • metið þéttni ofnsins (þrýstingspróf), afkastagetu og útlit (t.d. sprungur, ryð o.s.frv. sem þarf að gera við eða þörf fyrir endurmálun);

 

Í sumum tilfellum er mögulegt að loftun og loftlosun ofna hafi verið ófullnægjandi sem veldur súrefnisviðveru í kerfinu, aukinni hættu á tæringu og að lokum leka. Þess vegna er mjög mikilvægt að framkvæma ítarlega athugun á eiginleikum ofnanna.

 

Ryðbletti á ofnum má slípa niður og sjóða í, ef vart verður við leka.

 
  • athugið síur og hversu mikil óhreinindi hafa safnast upp frá síðustu hreinsun á síu, og fyrir þá tegund af ofnatengingu (þar sem, sérstaklega í eldri tegundum eru þessar tengingar ,,smíðaðar á staðnum’’ og ekki hægt að aftengja þær án þess að tapa virkni þeirra);

  • ef þörf krefur, þrífið ofnana með því að láta vatn renna í gegnum þá og, að auki skafið gamla málningu af, t.d. með sandblæstri;

  • ef þörf krefur, endurmálið ofnana og endurmetið afköst þeirra með viðbótarlagi af málningu;

  • þrýstiprófið eftir samsetningu.

 

Í ENTRA's KA13 project, heildrænu, norsku hringrásarverkefni, voru 150 ofnar endurnotaðir. Sumir þeirra voru hannaðir fyrir önnur hitakerfi með ólíkum hitamörkum. Orkuútreikningar sýndu samt sem áður fram á að með betri gluggum (minna orkutap) myndu slíkir ofnar duga.

 

Heimildir og frekari fróðleikur


0 views0 comments

Recent Posts

See All

Hurðir

Comments


bottom of page