Hönnun fyrir aðlögunarhæfni og hönnun fyrir sundurtöku eru meginstoð hringrásarsmíði.
Aðlögunarhæfni er geta til að breyta byggingu eða hluta hennar á auðveldan hátt allan lífsferil hennar, eftir breyttum þörfum og framtíðaraðstæðum, án þess að þörf sé á meiriháttar framkvæmdum. Nauðsynlegt er að geta komist til móts við breytingar á tegund notkunar, lýðfræði og þörfum notenda eða að geta aðlagast ytri þáttum eins og loftslagsbreytingum. Með tímanum geta þarfir notenda einnig breyst, t.d. vegna aldurtengra breytinga á líkamlegri getu. Þegar um íbúðarhúsnæði er að ræða geta aðlögunareiginleikar gert notendum kleift að aðlaga híbýli sín að þörfum þeirra eftir því sem þær breytast með aldrinum.
Í ISO 20887 staðlinum er yfirlit um aðlögunarhæfni og sundurtöku, og aðferðir við að samþætta þetta inn í hönnun bygginga.
Almennar hönnunarreglur fyrir aðlögunarhæfni eru:
fjölbreytni (rými hafa marþætta notkun yfir daginn, vikuna eða mánuðinn án þess að breyta þurfi hönnun byggingarinnar);
breytileiki (rými hönnuð svo að auðvelt sé að breyta notkun byggingarinnar, t.d. að hanna og byggja skrifstofubyggingu sem hægt er að breyta í búðarhúsnæði í framtíðinni);
stækkanleiki (getan til að bæta við fleiri hæðum eða gólfplassi án verulegra breytinga á burði byggingarinnar).
NCC's Kulma21, finnskt endurbótaverkefni í fullri stærð, er dæmi um hönnun fyrir aðlögunarhæfni með 200-6000 m² af sveigjanlegum rýmislausnum.
Hönnun byggingarinnar ætti einnig að taka tillit til hluta og eininga sem auðvelt er að taka í sundur og endurnýta í framtíðinni. Samkvæmt ISO 20887 staðlinum eru almennar reglur um hönnun fyrir sundurtöku:
auðvelt aðgengi að íhlutum (efni/þættir/tenglar sem auðvelt er að nálgast, sérstaklega það sem hefur styttri líftíma, óvarnar tengingar með pláss a öllum hliðum svo hægt sé að taka í sundur);
sjálfstæði (geta til að fjarlægja/uppfæra þætti/tengi/einingar/kerfi án þess að hafa neikvæð áhrif á tengd og aðliggjandi kerfi með því að hanna byggingu í lögum sem standa sjálfstæð, til dæmis eftir Brand's Theory of Layers);
Mörg dæmi um hringrásar lausnir og verkefni sem flokkuð eru í samræmi við Brand's Theory of Layers er að finna í skýrslu frá danska verkefninu Circle House.
forðast óþarfa frágang, sem gæti hindrað endurnotkun eða endurvinnslu í framtíðinni;
stuðningur við hringrásar viðskiptamódel með því að nota hringrásarlausnir þegar hægt er;
einfaldleiki (þættir/tengi/einingar/kerfi hönnuð til að vera einföld með lágmarks fjölda efna sem þarf til að framkvæma fyrirhugaða virkni);
stöðlun (notkun þátta/tengja/eininga/kerfa með stöðluðum stærðum, ihlutum, og tegundum tengja);
öryggi sundurtöku.
The Pikku-Finlandia er stórt og vel skjalfest verkefni sem er hannað fyrir sundurtekt. Ítarlegar upplýsingar um hönnun þess má finna hér.
Það koma sífelt fleiri vörur á markað sem eru hannaðar fyrir sundurtekt. Sem dæmi má nefna Tarkett gólfefnið með smellu kerfi og Altro gólfefnið sem kemur í stað niðurlímds gólfs. Einnig Velfac's gluggar sem eru hannaðir fyrir sundurtekt og Komproment's klæðningin úr leir flísum og ál grind.
Heimildir og frekari fróðleikur
Kommentare