top of page

Ný hlutverk og ábyrgð í hringrásarsmíði

  • kjag55
  • Jan 8
  • 2 min read

Umskiptin yfir í hringrassarhagkerfi munu krefjast nýrrar kerfisbundinnar og heildrænnar nálgunar á hvernig byggingar eru hannaðar, notaðar og hvernig þeim er viðhaldið af öllum sem koma að byggingarferlinu. Hægt er að innleiða hringrasarstarfsemi í gegnum líftíma byggingar:

  • Hönnunarfasi: að hafa sjálfbær og notuð efni sem hluti af hönnuninni, að hanna fyrir sundutöku, og að hanna fyrir aðlögunarhæfni.
  • Byggingarfasi: endurnotkun byggingarefna og -tækja, ábyrg og sjálfbær meðhöndlun byggingarúrgangs.
  • Notkunarfasi: meðvitað viðhald og viðgerðir, hagræðing á orkunotkun.
  • Niðurrifsfasi: sértækt niðurrif, ábyrg og sjálfbær meðhöndlun niðurrifssúrgangs.

Í þessum hluta verður stuttlega farið yfir nýjar skyldur hagaðila í byggingariðnaði.



Verktakar

  • draga úr neyslu á efnum/hlutum með því að hagræða pantanir (forðast ofpantanir) og kaupa frá birgjum í nærumhverfinu (forðast langa flutninga);
  • draga úr neyslu á efnum/hlutum og myndun úrgangs (afskurðir) með því að vinna með framleiðendum sem útvega tilbúnar vörur til samsetningar í æskilegri stærð;
  • flokka byggingarúrgang á réttan hátt;
  • virk samvinna við hönnunarteymi til að veita praktíska þekkingu á hringrásarlausnum á byggingarstigi.

Niðurrifsteymi

  • framkvæma eða leggja sitt af mörkum til sértækrar niðurrifsáætlunarinnar;
  • framkvæma sértækt niðurrif, aðgreina og flokka úrgang á réttan hátt í endurnýtanlegt og endurvinnanlegt;
  • vera í virku samstarfi við hönnunarteymi og verktaka til að veita praktíska þekkingu á hringlaga lausnum á byggingarstigi.

Hönnunarteymi

  • breyta hugmyndum hönnunarinnar út frá því sem til er í nærumhverfinu og reyna að hanna í kringum það;
  • auka hlutdeild notaðra og sjalfbærra efna í hönnuninni;
  • innleiða hönnun fyrir sundurtöku og hönnun fyrir aðlögunarhæfni í verkefnið;
  • samstarf við verktaka og framleiðendur til að mynda þverfagleg teymi sem vinna að skilvirkustu leiðum til að innleiða hringrásarlausnir í hönnunina;
  • samstarf við verkeiganda/fjárfesta til að dreifa þekkingu um hringrásarlausnir og þá jákvæða umhverfis- og félagslega þætti sem af þeim leiða.

Trygginga- og fjármálafyrirtæki

  • veita mikilvægan stuðning við áhættustjórnun til að samræma öryggiskröfur og sjálfbærni.
  • bjóða upp á sérsniðin fjármögnunarkerfi (í hverju tilviki fyrir sig).

NEFCO, norræna umhverfisfjármögnunarfyrirtækið, styður lítil og meðalstór fyrirtæki sem glíma við erfiðleika í fjármögnun vegna hærri áhættuþátta í nýsköpunarverkefnum.

NIB, norræni fjárfestingabankinn, styður stærri verkefni sem samræmast grænum umskiptum og flýta fyrir endurnýjanlegri orkuframleiðslu.

Framleiðendur

  • búa til nýjar, endingarbetri vörur úr endurnotuðum efnum sem auðveldara er að gera við.

Heildsalar og verslunareigendur

  • bjóða upp á endurnotuð efni og gerast þannig „efnisbankar“;
  • dreifa þekkingu meðal viðskiptavina og annarra hagsmunaaðila á tiltækum endurnotuðum efnum og hringrásar lausnum (t.d. forsmíðaðar lausnir, byggingarefni aðlagað að nauðsynlegri stærð frá framleiðanda).

Opinberir aðilar

  • búa til reglugerðir sem efla hringrásarhagkerfið í byggingariðnaði;
  • búa til viðeigandi reglur sem fela í sér hringrásarlausnir sem tengjast opinberum innkaupum.

Leigjendur/notendur bygginga

  • passa upp á að byggingar og byggingarhlutar fái almennilegt viðhald.
  • krefjast hringrásar lausna frá þjónustuaðilum;
  • hafa opinn hug, sérstaklega varðandi endurnotuð efni.


 
 
 

Recent Posts

See All
Hringrásarbygging

Til þess að geta talað um hringrásarsmíði, þarf að skilgreina hvað hringrásarbygging er, sérstaklega þar sem slík skilgreining er...

 
 
 

Comments


bottom of page