Gler
- kjag55
- Jan 14
- 2 min read
Updated: Jan 21

Gler hefur orðið afar vinsælt byggingarefni, ekki einungis vegna fagurfræðilegra þátta heldur einnig vegna þess að það hleypir mikilli birtu inn í rými, sem bætir þægindi notenda byggingarinnar.
Umhverfisáhrif
Umhverfisáhrif glerframleiðslu tengjast aðallega hráefnisnotkun (þ.e. kvarssandi, natríumkarbónat og kalsíumoxíð) og framleiðsluferlinu sem leiðir til losunar mengandi efna (t.d. gróðurhúsalofttegunda, köfnunarefnisoxíð, brennisteinsoxíð). Þar að auki, vegna þess hve viðkvæmt gler er, krefst flutningur þess og samsetning fleiri farartækja og sérbúnaðar, og þar að leiðandi fylgir meiri eldsneytisnotkun. Gler hefur einnig áhrif á orkunotkun bygginga, þar sem lágt einangrunargildi eykur varmatap og orkuþörf til upphitunar. Gler er hins vegar efni sem auðvelt er að endurvinna án þess að tapa upprunalegum eiginleikum. Endurvinnsla glers getur krafist mun minni orku en framleiðsla þess, þannig að því meira magn af gleri sem endurunnið er, því minni orka er notuð til að framleiða nýtt gler, sem dregur úr umhverfisáhrifum þess.
Hvernig á að endurnotka og endurvinna
Bein endurnotkun gler hluta: bein endurnotkun glers getur oft reynst tækilega erfitt vegna þess hve viðkvæmt það er og erfitt að taka í sundur. Hins vegar er verið að endurnota gler hluti með góðum árangri, til dæmis í Glerkapellunni í Masons Bend (Bandaríkjunum), þar sem framhliðin og þakið var búið til úr gömlum bílrúðum.
Það eru nokkrar áskoranir tengdar endurnotkun á gömlum gluggum, eins og til dæmis:
styttri endingartími en nýjir gluggar;
lakari eiginleikar, uppfylla jafnvel ekki núverandi kröfur (t.d. U-gildi);
getur innihaldið hættuleg efni;
passa ekki við stærðir fyrri glugga í endurbótaverkefnum.
Þrátt fyrir ofangreindar áskoranir er möguleiki á að taka í sundur glugga í einstaka þætti (þ.e. ramma, gler og aðra virka hluta) og endurota þá í sitthvoru lagi. Þetta auðveldar og bætir öruggi flutnings á einstökum hlutum. Íslenskt dæmi um slíkt er endurnotkun á vegum Lendager Island á gleri frá Smáratorgi ásamt úrgangi frá Húsasmiðjunni. Það var endurnotað sem milliveggur á skrifstofu þeirra. Það eru líka gluggar á markaðnum sem eru hannaðir til að taka í sundur (t.d. Velfac's).
Algengast er þó að gluggar frá afgangs/ósóttum eða misheppnuðum pöntunum eru endurnotaðir. Sem dæmi má nefna verkefnið Háteigsvegur 59 þar sem nokkrir gluggar frá Gluggagerðinni voru endurnotaðir.
Framleiðsla gler hluta úr glerbrotum (e. cullet): hægt er að endurvinna glerbrot margoft, svo hægt er að framleiða nýjar vörur, til dæmis framhliðarhluta, hurðir, glugga, lýsingu, og handrið.
Nauðsynlegt er að flokka glerúrgang á réttan hátt með hliðsjón af lit hans, gerð og framleiðsluaðferð. Rétt flokkun tryggir gæði efnisins við vinnslu þar sem glerið getur mengast án réttrar flokkunar og þar með geta gæði þess rýrnað verulega.
Framleiðsla á einangrun úr glerbrotum: hægt er að nota glerbrot til að framleiða einangrunarefni, eins og glerull eða froðugler, sem dregur úr orkunotkun í byggingum og bætir hljóðvist.
Framleiðsla byggingarefna úr glerbrotum: Hægt er að nota glerbrot í stað sumra annarra hráefna sem notuð eru við framleiðslu á byggingarefnum, til dæmis í stað malarefna í steinsteypu eða sem uppspretta kísils við framleiðslu á keramik vörum, eða múrsteinum.
Heimildir og frekari lestur
1) The CIRCON's project website and compendium
Comments