
Viður hefur marga kosti sem byggingarefni, þar sem hann er endurnýjanlegur, endingargóður, tæringarþolinn, er náttúrulega einangrandi, og framleiðsla og vinnsla hans hefur minni umhverfisáhrif en önnur algeng byggingarefni (t.d. steinsteypa og stál). Timbur er notað í byggingu húsa, til dæmis í burðarvirki, þakvirki, gluggakarma, hurðir, gólf, handrið, stiga, klæðningu og skraut.
Meira um framtíð íslensks timburs og möguleika á endurnotkun þess og endurvinnslu má finna í upptökum frá viðburðinum "Íslenskar timburvörur fyrir byggingar" sem haldinn var 2023.
Umhverfisáhrif
Framleiðsla viðarefna hefur yfirleitt minni umhverfisáhrif en önnur hefðbundin efni (þ.e. steinsteypa eða stál) þar sem vinnsla þeirra er ekki jafn orkufrek. Notkun viðarefna í byggingar getur dregið úr orkunotkun vegna framúrskarandi einangrunareiginleika þeirra sem kemur í veg fyrir hitatap. Engu að síður ber að leggja áherslu á sjálfbæra skógrækt sem lágmarkar neikvæð áhrif timburiðnaðar á líffræðilegan fjölbreytileika og skógarauðlindir.
Hvernig á að endurnýta og endurvinna
Bein endurnotkun á viðarhlutum: viðarhluta, eins og til dæmis gluggakarma, hurðir, loftbita og þaksperrur, er hægt að endurnota eftir að tæknilegt ástand þeirra hefur verið athugað. Sem dæmi má nefna endurnotkun 80-90% af efnum (hurðum, bjálkum, veggklæðningu o.fl.) frá niðurrifi höfuðstöðva sveitarstjórnar í Terneuzen í Hollandi í öðrum byggingarframkvæmdum.
Mikilvægur þáttur í endurnotkun viðar í byggingariðnaði er varðveisla hans (að vernda hann gegn skaðlegum áhrifum veðurs, skordýra eða sveppa), sem hægt er að hindra með því að nota eitruð rotvarnarefni sem stofna heilsu manna í hættu við vinnslu, eða koma í veg fyrir óæskileg efnahvörf á milli rotvarnarefna og límefna þegar þættir eru sameinaðir.
Það er einnig nauðsynlegt að geyma viðinn á réttan hátt til að forðast skemmdir eða aflögun vegna raka.
Endurvinnsla viðarhluta: viðarþættir eins og húsgögn, bretti og kassa má endurvinna í önnur húsgögn, gólfefni, skrautmuni, eða garðmannvirki. Dæmi um slíkt er endurvinnsla barstóla og gólfefnis úr nærliggjandi klaustri í gólfefni í Circl pavillion í Amsterdam í Hollandi.
Endurvinnsla viðarúrgangs: viðarúrgang (t.d. sag eða viðarbyggingarúrgang) er hægt að nota til að framleiða t.d. einangrunarefni (eins og viðarull), spónaplötur af OSB-gerð eða samsettar plötur, límtré, eða veggir úr endurnýjanlegum efnum framleidd með þrívíddarprentunartækni.
Dæmi um endurnotkun timburúrgangs til klæðningar á Íslandi er verkefnið Háteigsvegur 59 project og endurnotkun Lendager Island á gleri frá Smáratorgi ásamt timburúrgangi frá Húsasmiðjunni sem millivegg á skrifstofu þeirra.
Heimildir og frekari lestur
Comments