top of page

Rafmagnstöfluskápar

kjag55

Updated: Jan 22






Rafmagnstöfluskápar hafa mikla möguleika til endurnotkunar, þar sem skráning þeirra er yfirleitt aðgengileg og hönnun þeirra hefur lítið breyst í gegnum árin. Ef þeir eru endurnotaðir er skipt um innihald þeirra.

 

Endurnotkun rafmagnstöfluskápa á vettvangi er þegar algeng og er því oft ekki talin sem endurnotkun, heldur einfaldlega hluti af venjubundnum rekstri. Ef endurnotkun er ekki mögurleg eru skáparnir  oft seldir til fyrirtækja sem sérhæfa sig í tækjaskápum og þau selja þá áfram með nýjum íhlutum.

 

 

Samkvæmt útreikningum í Bengt Dahlgren Gothenburg's guide, getur endurnotkun á stöðluðum skáp (1800 mm x 800 mm) sparað frá 250 to 400 kgCO2_eq/skáp, mismunandi eftir efni skápsins, framleiðsluferli og upprunalandi.

 

Hvernig á að endurnota og endurvinna

  • safnið gögnum um skápinn og staðfestið að hann henti í verkefnið (t.d. hvort skápurinn uppfylli kröfur um IP flokk);

 

Þegar verið er að skipuleggja endurnotkun rafmagnstöfluskáps án þess að vita nákvæma stærð hans, skal gera ráð fyrir 1200 mm x 1800 mm til að tryggja að nægilegt pláss verði fyrir annaðhvort gólfskáp (yfirleitt 1200 x 1800 mm) eða veggskáp (yfirleitt 1000-1200 mm x 800-1200 mm).

 

  • skoðið skápinn í leit að mögulegum skemmdum (t.d., ófrágengin göt);

 

Ef lagnir inn í skápinn eru fjarlægðar, þarf að skipta um flans/kraga þar sem þetta gæti skilið eftir göt.

 
  • hreinsið vandlega fyrir endurnotkun þar sem ryk og annar skítur getur skemmt rafeindabúnaðinn sem komið verður fyrir inni í skápnum;

  • verjið fyrir öllum yfirborðsskemmdum og aflögun í flutningi og geymið á þurrum stað;

  • við uppsetningu, tryggið að hægt verði að taka vörurnar niður og endurnota í framtíðinni.

Heimildir og frekari fróðleikur


2 views0 comments

Recent Posts

See All

Hurðir

コメント


bottom of page