
Loftræstistokkar eru “óvirkir” hlutir, og þeir slitna yfirleitt minna en “virkir” hlutir (t.d. mótorar eða viftur), sem eykur endurnotkunarmöguleika þeirra. Hinsvegar, þar sem þeir eru tiltölulega ódýrir, er lítill hvati til endurnotkunar fyrir framkvæmdaaðila. Til að auka líkur á endurnotkun loftræstistokka þarf því að huga að lengdum sem henta verkefnum (þar sem samsetning loftræstistokka getur verið kostnaðarsöm).
Samkvæmt útreikningum í Bengt Dahlgren Gothenburg's guide, getur endurnotkun loftræstisstokka sparað frá 3.5 til 96 kgCO2_eq/m2, allt eftir stærð og lögun stokksins.
Dæmi um grasrótarfrumkvæði í endurnotkun er Swegon's RE:3 project, sem hefur það markmið að einfalda endurvinnslu á kæli- og loftræstivörum. Swegon framleiðir og selur slíkar vörur og endurselur notaðar vörur með viðgerðarábyrð.
Hvernig á að endurnota og endurvinna
athuga hvort til eru tækniupplýsingar um loftræstistokka (sérstaklega hljóðvist, þrýstingsfall og tæringarþol) – ef slík gögn eru ekki til staðar, endurnota þá stokkana á stöðum þar sem kröfur um þessa þætti eru lægstar;
verjið í geymslu og flutningi sérstaklega gegn yfirborðsskemmdum, aflögun og tæringu.
Heimildir og frekari fróðleikur
2) Bengt ÅTERBRUKSGUIDEN FÖR INSTALLATIONER, 2022.
3) IVL Svenska Miljöinstitutet. BYGGÅTERBRUKSGUIDEN - En vägledning för att underlätta återbruk av byggprodukter i bostäder, 2021.
4) Erfaringsrapport ombruk (Eng. Experience report reuse) - Kristian Augusts gate 13, 2021.
5) Circle House - Denmark's first circular housing project., 2018.
Comments