top of page

Hringrásarhönnun

kjag55

Hönnunarteymi gegna mikilvægu hlutverki í hringrásarbyggingu þar sem þau taka ákvarðanir sem hafa áhrif á hversu vel byggingar fylgja hugmyndum hringrásarhagkerfisins á ýmsum stigum byggingarferilsins, þ.e. á hugmynda-, hönnunar-, útfærslu-, notkunar- og niðurrifsstigum. Hins vegar gegna aðrir hagaðilar einnig mikilvægu hlutverki við innleiðingu hringrásarhagkerfis í starfsháttum. Til dæmis ættu verktakar að íhuga að draga úr úrgangi og endurnotkun byggingarhluta á meðan byggingu stendur, og eftir að bygging hefur verið reist, og eigendur verkefna (t.d. fjárfestar) ættu að hvetja allt teymið til að huga að hringrásarhagkerfinu.

Í þessum hluta er hægt að finna lista af hugmyndum fyrir verkefnateymi, sem eru unnin innan CIRCON verkefnisins, með hringrás á ýmsum stigum verkefnis (þ.e. hugmynda-, byggingar- og matsstigum), en þessar hugmyndir eru byggðar á samtali við sérfræðinga og Level(s) leiðbeiningunum.


Hugmyndastig

Staðsetning og hlutverk bygginga

  1. Nýta þá möguleika sem núverandi byggingarmassi býður upp á.
Sem dæmi:
  • möguleikinn á að nýta núverandi burðarvirki;
  • möguleikinn á að nota efni og byggingarhluta (t.d. golf, múrsteina).
 

Úttekt fyrir niðurrif og sértæk niðurrifsáætlun getur hjálpað til við að meta tiltækar auðlindir og auðvelda varðveislu þeirra meðan á niðurrifi stendur. Nánari upplýsingar um það má finna hér.

 
  1. Veldu staðsetningu með gott aðgengi að vegamannvirkjum, raforkukerfi, vatnsveitu o.fl., til að lágmarka auka vinnu við að koma þessum innviðum á verkstað.
 
  1. Skipuleggja mögulega endurnotkun og aðlögunarhæfni nýhannaðra bygginga.
Sem dæmi:
  • möguleikinn á að laga bygginguna að framtíðarþörfum notenda;
  • möguleikinn á að breyta hlutverki byggingarinnar.
 

Hönnunarstig

Hönnun

  1. Hanna bygginguna á þann hátt að hægt sé að stækka, endurskipuleggja, eða endurskilgreina rými án verulegra framkvæmda, svo hægt sé að deila og umbreyta rýmum (hönnun fyrir aðlögunarhæfni)
Sem dæmi:
  • viðeigangi bil á milli súlna (gólfskipulag verður sveigjanlegra með breiðara bili);
  • viðeigandi fyrirkomulag framhliðarþátta (þ.e. minna bil á milli þátta býður upp á fleiri valkosti hvað varðar uppsetningu innra rýmis);
  • burðarlausir innveggir gera það auðveldara að breyta skipulagi herbergja;
  • meiri gólfhæð svo hægt sé að koma í veg fyrir að setja þjónusturásir (t.d. gas, vatn) í burðarvirki hússins, því það eykur sveigjanleika á innsetningu innri leiðslna;
  • herbergisstærð og aðgengi að rýmum hannað á þann hátt að auðvelt sé að komast inn og út úr aðskildum (smærri) svæðum, því það eykur möguleikana á framleigu rýma;
  • burðarlausar framhliðar auðvelda breytingar á innra skipulagi og ytri þáttum án þess að þörf sé á verulegum framkvæmdum;
  • framtíðarþolin burðargeta (þ.e. með því að auka burðarþol burðarvirkis er hægt að gera víðtækari breytingar á framhlið og notkun byggingarinnar í framtíðinni);
  • burðarvirkishönnun með framtíðarstækkun í huga (þ.e. burðarvirkishönnun með traustri láréttri uppbyggingu til að bera fleiri hæðir auðvelda hækkun byggingarinnar í framtíðinni);
  • möguleiki á að breyta jarðhæðinni til að þjóna öðru hlutverki;
  • greitt aðgengi að öllum hlutum rýmisins, sem veitir aðgengi fyrir fatlað fólk, eldra fólk og börn.
  1. Hanna húsnæðið og breytileika og aðlögunarhæfni þess með hliðsjón af þörfum fatlaðs fólks
Sem dæmi:
  • breytileiki gólfskipulags, að teknu tilliti til öryggis og þæginda notenda;
  • aðgengi að herbergjum og virkni þeirra (þ.e. nota meðal annars breiðar hurðir, þægilega hæð á borðplötum, andstæða lýsingu og handrið);
  • auðveld umferð (þ.e. öruggur og stöðugur gólfflötur, forðast stiga og aðrar hindranir).
  1. Hanna bygginguna svo hægt sé að taka hana í sundur (þ.e. veita greiðan aðgang að einstökum íhlutum og forðast varanlegar tengingar burðarhluta)
Sem dæmi:
  • sjálfstæðir og aðskiljanlegir þættir notaðir;
  • fækka tengingum á milli hluta/eininga (þ.e. stigskipt/lóðrétt smíði í staðin fyrir lárétta, þar sem byggingarhlutar eru tengdir við marga aðra hluta) þannig að möguleikinn á að taka í sundur eykst;
  • raðbundinn stigveldissamsetning (skipting þátta í stig, og samsetning þátta í sömu stigum gerð samhliða, og í röð frá hæsta til lægsta stigs), sem gerir sundurtöku auðvelda í stigum;
  • að nota forsmíðaðar tengingar og einingar með eins einfaldri rúmfræði og mögulegt er, vegna þess að forsmíði gerir kleift að nota staðlaðar tengingar, eykur aðgengi að íhlutum og dregur úr sóun frá undirbúningi íhluta á verkstað;
  • setja vélrænar, afturkræfar og óeyðandi tengingar í forgang (t.d. smella-, bolta- eða rótengingar), á undan kemískum og óafturkræfum tengingum (t.d. lím- eða suðutengingar, kemískar krækjur);
  • aðgengilegar tengingar;
  • forskrift um einingar með stöðluðum stærðum;
  • möguleikar á einingabyggingu.

Efni

Innanhússuppsetningar og tæknibúnaður


Framkvæmdastig

Efnaflutningar/Smíði

  1. Fá byggingarefni sem hafa verið framleidd hérlendis þegar hægt er.

  2. Hámarka flutningsskilvirkni.

  3. Gefðu gaum að umbúðum byggingarefna – þær ættu að vera endurvinnanlegar eða endurnotanlegar.

  4. Nota byggingarhluta sem styðja hringrásarhagkerfið, t.d. þrívíddarprentaða hluta, forsmíðaða hluta eða önnur endurnýtanleg efni (t.d. steypumót).

  5. Nota hágæða búnað, vélar og tæki sem eru orkusparandi, og draga úr notkun rafmagns.

  6. Nýta endurnýjanlega orkugjafa og regnvatn á byggingarstað.

Byggingarúrgangur


Matstig

  1. Athuga hvort ákjósanlegasta aðferðin til að fá efni/hluta til byggingar sé endurnotkun, síðan uppvinnsla (e. upcycling: þar sem nýja varan er hefur aukið virði), endurvinnsla, og að lokum niðurvinnsla (e. downcycling: þar sem nýja varan hefur lækkað virði). 

  2. Athuga að gætt hafi verið að því að byggingin sé efnisbanki sem inniheldur sem hæst hlutfall af hlutum sem hægt er að endurnýta, uppvinna, endurvinna, og að lokum, niðurvinna.

  3. Athuga að gætt hafi verið að því að byggingarferlið feli í sér hagræðingu orkunotkunar og lágmarksnotkun frumhráefna og byggingarúrgangs. Hringrásargreiningu hússins skal bera saman við önnur umhverfisáhrif svo hægt sé að velja þær lausnir sem hafa sem minnst neikvæð áhrif á umhverfið. 

  4. Athugaðu mögulegar leiðir til að meta hringrás verkefnisins/byggingarinnar.  

 

Eins og er, er engin stöðluð leið til að mæla hringrásarbyggingu eða þætti hennar. Mögulegar leiðir til að meta hringrás byggingar/ verkefnis er að finna í norrænu skýrslunni um mælikvarða fyrir hringrás: Nordic Report on Metrics for circularity. Dæmi um aðferð til að meta hringleika er The Circularity Index Tool sem nær yfir ávinning af langlífi, endurvinnslu og hönnun fyrir sundurtekt.

 

0 views0 comments

Comentarios


bottom of page