top of page

Hringrásarbygging

kjag55

Til þess að geta talað um hringrásarsmíði, þarf að skilgreina hvað hringrásarbygging er, sérstaklega þar sem slík skilgreining er lagalega ekki til. Þess vegna var eftirfarandi skilgreining búin til í CIRCON verkefninu:


Hringrásarbygging er bygging sem í gegnum lífsferil sinn eyðir ekki óendurnýjanlegum auðlindum jarðar og rýrar ekki vistkerfið.


Til að ná þessu markmiði ætti byggingin að:

  • vera hönnuð, notuð, og tekin í sundur samkvæmt ofangreindri meginreglu;
  • vera eingöngu búin til úr efnum sem voru þegar í notkun;
  • vera orkusparandi á byggingar- og notkunarfösum, og nota endurnýjanlega orku sem sem eyðir ekki óendurnýjanlegum auðlindum jarðar yfir allan lífsferil hennar;
  • lágmarka myndun úrgangs á byggingar- og notkunarfösum;
  • gera ráð fyrir sveigjanlegri notkun og stækkun;
  • vera endurnotanleg í heild sinni, í hlutum, eða sem einstök efni.

 

Að reisa 100% hringrásarbyggingu er mjög erfitt og beinlínis ómögulegt í ljósi núverandi ástands byggingariðnaðarins. Engu að síður ættu markmiðin sem sett eru fram í ofangreindri skilgreiningu að leiða þær aðgerðir sem gripið er til í gegnum líftíma byggingarinnar. 

 

Eins og er, er engin stöðluð leið til að mæla hringrásarbyggingu eða þætti hennar. Mögulegar leiðir til að meta hringrás byggingar/ verkefnis er að finna í norrænu skýrslunni um mælikvarða fyrir hringrás: Nordic Report on Metrics for circularity. Dæmi um aðferð til að meta hringleika er The Circularity Index Tool sem nær yfir ávinning af langlífi, endurvinnslu og hönnun fyrir sundurtekt.

 

1 view0 comments

Recent Posts

See All

Comments


bottom of page