top of page

Hringrásarborg, Veðurstofureitur

  • kjag55
  • Mar 28
  • 1 min read

Bjarg, Grænt húsnæði ehf, Dumli ehf


Nýtt deiliskipulag fyrir Veðurstofureit gerir ráð fyrir ríflega 200 íbúðum á Veðurstofuhæð fyrir fjölbreyttan hóp borgara. 

Lóðhafar eru Grænt húsnæði ehf, Dumli ehf og Bjarg. Eftir hugmyndaleit um deiliskipulagsgerðina var ákveðið að vinna skipulagið áfram með tillögu dönsk-íslensku hönnunarstofunni Lendager. 

Lendager gaf tillögunni heitið Hringrásarborg, og um að ræða hverfi sem er hannað með náttúrulegum, lífrænum efnum og staðbundnum úrgangsefnum sem safnað er saman á höfuðborgarsvæðinu. Hugmyndafræðin felst í því að skapa hverfi sem rímar við komandi tíðaranda; hverfi sem er ekki aðeins sjálfbært heldur endurskapar líka náttúrulegar hringrásir og verður með því lifandi og endurnýjanlegt svæði sem getur aðlagast og þróast með tímanum.

Lendager sér möguleika í því að endurnýta efni sem nú þegar er á svæðinu, þar með talið núverandi byggingar og jarðveg sem verður áfram á staðnum og nýttur til að móta nýtt landslag.

Arkitektúrinn og innviðirnir verða hannaðir á þann hátt að hægt verði að hámarka notkun staðbundinna lífrænna efna eins og timburs, steins og torfs, sem þola erfið veðurskilyrði og auðvelt er að skipta um eða endurnýta. Á sama tíma er markmiðið að nýta byggingarúrgang til að lágmarka umhverfisáhrif enn frekar. 



Comments


bottom of page