
Endurnotkunarmöguleikar hreinlætistækja eru miklir þar sem: hönnun þeirra og virkni breytast ekki mikið með árunum, það er nokkuð auðvelt að finna varahluti í þau og tiltölulega einfalt að fjarlægja þau.
Samkvæmt útreikningum í Bengt Dahlgren Gothenburg's guide, getur endurnotkun á:
salerni sparað frá 80 to 140 kgCO2_eq/salerni, mismunandi eftir gerð salernis (hvort það er fest í gólf eða vegghengt) og gerð skolunar;
handlaug af staðlaðri stærð getur sparað u.þ.b. 60 kgCO2_eq/stk.;
blöndunartæki frá 10-14 kgCO2_eq/stk., mismunandi eftir gerðum.
Eins og er eru hreinlætistæki yfirleitt endurnotuð annaðhvort af einstökum hagsmunaaðilum eða milli verkefna sama eiganda. Til dæmis má finna slík notuð tæki á Íslandi á vefsíðu Efnisveitunnar.
Hvernig á að endurnota og endurvinna
Salerni
þegar verið er að skipuleggja endurnotkun munið að nýjum salernum fylgja festingar og vegghengdum salernum íhlutir sem fara inn í vegg; rynið að ná öllum eða sem flestum af þessum hlutum;
athugið með sprungur og yfirborðsskemmdir;
athugið þéttleika pakkningar á milli salerniskassa og salernisins og loka;
athugið hvort skoltakki salernis virkar, þ.m.t. flotholt;
tæmið salerniskassann;
þrífið salernið áður en það er tekið niður;
farið varlega þegar vatnsinntakið er aftengt;
skoðið möguleikann á því að breyta í tvöfalda skolun (ef við á);
Eldri salerni eru stundum ekki með möguleika á tveimur skolmagnsstillingum sem getur leitt til aukinnar vatnsnotkunar. Sumir framleiðendur selja sérstaka skoltakka til að hægt sé að breyta skolmagnsstillingum eldri salerna í tvöfalda. Ef slíkt er ekki í boði má staðsetja slík salerni í rýmum sem eru sjaldan notuð (t.d. kjöllurum); hinsvegar gætu verið staðsetningar þar sem salerni án vatnssparandi skolunar eru æskilegri, til dæmis við enda stofn frárennslislagnar til að bæta skolun þess.
verjið fyrir skemmdum í flutningi og geymslu:
> mælt er með að geyma og flytja í mesta lagi 3 salerni á sama brettinu;
Bretti sem framleidd voru fyrir 2010 eða utan Evrópusambandsins, gætu verið meðhöndluð með metýlbrómíði. Þau eru merkt með bókstöfunum MB og ætti að forðast. Hinsvegar eru flest bretti í Evrópu merkt EPAL eða HT sem gefur til kynna að efnið hafi verið meðhöndlað með hita frekar en kemískum efnum.
> Salerni ætti að skrúfa föst á bretti í gegnum sömu götin og með sömu boltum og voru notuð áður en þau voru tekin niður;
> Ef vegghengd salerni eru fest í veggplötur eða önnur byggingarefni, ætti að losa þau þannig að hvoru tveggja haldist óskemmt
> verjið salernin gegn því að þau nudist saman (til að forðast yfirborðsskemmdir).
Handlaugar
Blöndunartæk
Heimildir og frekari fróðleikur
2) Bengt ÅTERBRUKSGUIDEN FÖR INSTALLATIONER, 2022.
3) IVL Svenska Miljöinstitutet. Arbetsguide - Återbruk av fasta interiöra byggprodukter, 2018.
5) IVL Svenska Miljöinstitutet. BYGGÅTERBRUKSGUIDEN - En vägledning för att underlätta återbruk av byggprodukter i bostäder, 2021.
6) Karlsson A, Ratfelt A, Eerola P, Bladh S. Återbruksguiden för installationer – Bengt Dahlgren, 2022.
7) CCBuild. Återbruk av VVS-produkter - Demonterings- och hanteringsinstruktioner, 2018.
8) Erfaringsrapport ombruk (Eng. Experience report reuse) - Kristian Augusts gate 13, 2021.
9) Circle House - Denmark's first circular housing project, 2018.
Comments