Húsasmiðjan og hringrásarlausnir í byggingariðnaði
- kjag55
- Mar 31
- 3 min read
Húsasmiðjan hefur innleitt fjölbreyttar hringrásarlausnir til að lágmarka úrgang og tryggja að verðmæti hráefna nýtist sem best. Við rekstur fyrirtækisins falla til ýmis efni, og er markmiðið að halda þeim í umferð með ábyrgri nýtingu. Með því að stuðla að endurnotkun og endurvinnslu er dregið úr sóun og áhrifum á umhverfið.
Haustið 2022 hóf Húsasmiðjan markvisst samstarf við önnur fyrirtæki til að finna lausnir sem draga úr sóun. Fyrirtækið hafði unnið að umhverfismálum áður, en með aukinni samvinnu og greiningu stærstu áhrifavalda hefur tekist að innleiða enn betri ferla og skila góðum árangri. Magn úrgangs hefur dregist saman um 25% frá 2022.
Endurnýting frauðplasts
Ein af lausnunum er endurnýting hvíts frauðplasts (EPS) utan af vörum sem seldar eru hjá Húsasmiðjunni. Plastið er sent til Tempra í Hafnarfirði, þar sem það er nýtt í framleiðslu einangrunarplatna. Húsasmiðjan safnar frauðplastinu í sekki og nýtir pláss í ferðum flutningabíla til að skila því til Tempra. Verkefnið hófst í lok árs 2022 og hefur vaxið síðan þá en árið 2023 voru 40 m³ af hreinu frauðplasti endurunnin og þannig forðað frá urðun. Frauðplast er 100% endurvinnanlegt og tækin sem framleiða einangrunarplöturnar skila hámarksnýtingu á hráefni og einungis er notast við vatn, gufu og loft við framleiðsluna.
Við byggingu nýrrar starfsaðstöðu Húsasmiðjunnar á Selfossi kom einnig í ljós tækifæri til að nýta frauðplast á nýjan hátt. Stálgrind byggingarinnar var varin með lituðu frauðplasti sem annars hefði farið til urðunar, en var þess í stað nýtt sem einangrun grunns í nýbyggingu í nágrenninu, sem sparaði 45 m³ af plasti.
→ Nánar um Endurvinnslu á EPS hér.
Endurnýting plastfilmu
Endurnotkun timburs
Aðrar hringrásarlausnir
Comments