top of page

Húsasmiðjan og hringrásarlausnir í byggingariðnaði

  • kjag55
  • Mar 31
  • 3 min read

Húsasmiðjan hefur innleitt fjölbreyttar hringrásarlausnir til að lágmarka úrgang og tryggja að verðmæti hráefna nýtist sem best. Við rekstur fyrirtækisins falla til ýmis efni, og er markmiðið að halda þeim í umferð með ábyrgri nýtingu. Með því að stuðla að endurnotkun og endurvinnslu er dregið úr sóun og áhrifum á umhverfið.

Haustið 2022 hóf Húsasmiðjan markvisst samstarf við önnur fyrirtæki til að finna lausnir sem draga úr sóun. Fyrirtækið hafði unnið að umhverfismálum áður, en með aukinni samvinnu og greiningu stærstu áhrifavalda hefur tekist að innleiða enn betri ferla og skila góðum árangri. Magn úrgangs hefur dregist saman um 25% frá 2022.


Endurnýting frauðplasts

Ein af lausnunum er endurnýting hvíts frauðplasts (EPS) utan af vörum sem seldar eru hjá Húsasmiðjunni. Plastið er sent til Tempra í Hafnarfirði, þar sem það er nýtt í framleiðslu einangrunarplatna. Húsasmiðjan safnar frauðplastinu í sekki og nýtir pláss í ferðum flutningabíla til að skila því til Tempra. Verkefnið hófst í lok árs 2022 og hefur vaxið síðan þá en árið 2023 voru 40 m³ af hreinu frauðplasti endurunnin og þannig forðað frá urðun. Frauðplast er 100% endurvinnanlegt og tækin sem framleiða einangrunarplöturnar skila hámarksnýtingu á hráefni og einungis er notast við vatn, gufu og loft við framleiðsluna. 

Vídjó um frauðplastið

Við byggingu nýrrar starfsaðstöðu Húsasmiðjunnar á Selfossi kom einnig í ljós tækifæri til að nýta frauðplast á nýjan hátt. Stálgrind byggingarinnar var varin með lituðu frauðplasti sem annars hefði farið til urðunar, en var þess í stað nýtt sem einangrun grunns í nýbyggingu í nágrenninu, sem sparaði 45 m³ af plasti.


Nánar um Endurvinnslu á EPS hér.

Endurnýting plastfilmu

Lituð plastfilma er mikið notuð til að verja innflutt timbur, einingarhús, rör og aðrar hrávörur. Í lok árs 2022 hóf Húsasmiðjan samstarf við Pure North um endurvinnslu þessarar filmu. Plastið er þvegið, kurlað og unnið í hráefni sem notað er til framleiðslu á pípulögnum, brúsum og öðrum iðnaðarvörum. Með þessu fyrirkomulagi minnka loftslagsáhrif verulega, þar sem innlend endurvinnsla skilar 82% minni losun en ef plastið væri flutt til Evrópu til vinnslu. Árið 2023 skilaði Húsasmiðjan 450 kg af plastfilmu til Pure North og dró þar með úr losun um 680 kg CO₂. Á komandi ári er gert ráð fyrir enn frekari söfnun, þar sem plastfilma er nú flokkuð sérstaklega á starfsstöðvum fyrirtækisins.



Endurnotkun timburs

Timbur er ein helsta innflutningsvara Húsasmiðjunnar, en umbúðatimbur, einnota bretti og undið og skemmt timbur hefur að mestu endað sem úrgangur. Árið 2023 hóf fyrirtækið samstarf við arkitektastofuna Lendager til að greina magn timburs sem talið er ónothæft og finna leiðir til að nýta það. Fyrsta verkefnið var að nota þetta timbur í klæðningu á Félagsbústöðum við Háteigsveg 59. Timbrið var meðhöndlað með japönsku Shou Sugi Ban-aðferðinni, sem eykur endingu og bruna- og veðurþol þess. Val á klæðningu skilaði 2.4 tCO2-íg sparnaði í stað hefðbundnar álklæðningar sem er almennt notuð í byggingariðnaði hér á landi.


Ljósmynd: Eyþór Bjarki Sigurbjörnsson, myndir eru í eigu HMS og Arnhildar Pálmadóttur arkitekts.
Ljósmynd: Eyþór Bjarki Sigurbjörnsson, myndir eru í eigu HMS og Arnhildar Pálmadóttur arkitekts.

Hindranir í þessu verkefni fólust meðal annars í því að finna pláss fyrir söfnun, bæta vinnuferla og tryggja að flokkun timburs væri skilvirkt án þess að tefja. 

Þetta samstarf sýnir hvernig hægt er að skapa verðmæti úr timbri eða öðrum efnum sem áður voru talin lítils virði.

Vidjo frá Háteigsvegi 59

Einnig hefur verið unnið að lausnum fyrir aðrar tegundir byggingarefna, svo sem plötur utan af innfluttum hurðum, sem eru oft taldar ónothæfar vegna stærðar en eru að öðruleiti full nothæfar.

Aðrar hringrásarlausnir

  • Reglulegt viðhald tækja í áhaldaleigu Húsasmiðjunnar til að tryggja langlífi þeirra.

  • Endurnotkun pappakassa úr vöruflutningum í netsölu fyrirtækisins.

  • Sala á spónaplötum frá Koskisen, sem nota 100% endurunnið hráefni og viðarbindiefni í stað hefðbundins líms.

  • Outlet verslun þar sem selt er efni sem ekki uppfyllir hefðbundnar kröfur, svo sem flísar sem lítið er eftir af, gifsplötur með minniháttar skemmdir og timbur í öðrum stærðum en venjulega er selt.

Þessi verkefni sýna skýrt hvernig hægt er að innleiða hringrásarhagkerfi í byggingariðnaðinn með markvissum aðgerðum og samvinnu við önnur fyrirtæki. Meðvitund starfsfólks og umbætur á vinnuferlum gegna lykilhlutverki í að tryggja áframhaldandi árangur á sviði sjálfbærni.


Sjálfbærniskýrsla Húsasmiðjunnar 2023




Comentários


bottom of page