Forskoðanir fyrir endurbætur/endurbyggingu eða niðurrif, stundum kallaðar “úrgangsúttektir”, eru framkvæmar til að meta endurnotkunar- og úrgangsvinnslumöguleika í kjölfar væntanlegra byggingaframkvæmda.
Við kjöraðstæður ætti að gera forskoðanir fyrir endurbætur/endurbyggingu eða niðurrif áður en farið er í útboð eða val á verktaka. Þetta getur komið í veg fyrir að verktakar eigi á hættu að lenda í óvæntum og ófyrirséðum kostnaði, eins og til dæmis vegna meðhöndlunar á skaðlegum efnum sem ekki var vitað um fyrir verktöku.
Slíkar forskoðanir ná yfir eftirfarandi:
magn og gerð byggingarefnis/byggingavara sem verður rifið;
mat á mögulegri endurnotkun og endurvinnslu á fyrrnefndu efni með tilliti til allrar gildandi löggjafar;
Í þessu skrefi ætti að tilgreina alla áhættu sem tengist meðhöndlun skaðlegra efna.
viðbótarupplýsingar (ef þörf er á), til dæmis, áætlað verðmæti efnis/vara til endurnotkunar eða áætlaður kostnaður við meðhöndlun úrgangs.
! Að svo stöddu eru ekki til neinar staðlaðar aðferðir við framkvæmd forskoðana fyrir endurbætur/endurbyggingu eða niðurrif á Norðurlöndunum eða í Evrópusambandinu. Frekari upplýsingar um “úrgangsúttektir” í Danmörku, Finnlandi og Svíþjóð, má finna hér.
Almenn skref í “úrgangsúttektum”
Skref 1: Ákvörðun um umfang skoðunar.
áður en skoðun fer fram þarf ákvörðun um umfang verksins (endurbætur/niðurrif) að liggja fyrir (t.d. hvað hlutar byggingarinnar munu tengjast verkinu);
tilgreina þarf markmið varðandi umsjón með aðföngum (þ.e. áherslur varðandi endurnotkun og endurvinnslu efnis og (ef við á) möguleg notkun þess í öðrum verkefnum);
tilgreina þarf viðbótarkröfur fyrir skoðunina svo sem áætlað verðmæti byggingarefns/byggingarvöru sem verður endurnýtt eða áætlaður kostnaður við meðhöndlun úrgangs með hliðsjón af þeirri leið sem valin er.
Skref 2: Undirbúningsvinna.
Skref 3: Vettvangsheimsókn.
Skref 4: Efnis- og vörulisti
Skref 5: Ráðleggingar varðandi umsjón með aðföngum
Skref 6: Skýrslugerð
Heimildir og frekari fróðleikur:
2) M. Wahlström et al., Pre-demolition audit - overall guidance document, 2019.
3) G. Brusa Cattaneo G et al. Circular Construction for Urban Development, 2024.
5) M. Wahlström et al., Improving quality of construction & demolition waste- Requirements for pre-demolition audit, 2019.
Comments