top of page

Eldvarnarbúnaður

kjag55

Updated: Jan 22






Eldvarnarbúnaður hentar vel til endurnotkunar þar sem endingartími hans er langur og skráning hans nákvæm og aðgengileg, enda þarf að prófa búnaðinn árlega.   








Hvernig á að endurnota og endurvinna

  • Brunaslönguskápar:

    • athugið ástand brunaslöngu, hvort það eru nokkuð yfirborðsskemmdir (t.d. sprungur);

    • athugið hvort slangan og aðrir hlutar séu lausir við bakteríur (þær geta myndast í vatni sem stendur lengi í lögnum);

    • athugið loka;

    • verjið gegn skemmdum í flutningi og geymslu;

    • þrýstiprófið eftir samsetningu;

    • fáið samþykki fyrir notkun.

 

Í ENTRA's KA13 project, heildrænu, norsku hringrásarverkefni, voru 12 brunaslönguskápar endurnotaðir án nokkurra meiriháttar, tæknilegra vandamála.

 

  • Eldvarnarhurðir:

    • verjið gegn skemmdum í flutningi og geymslu;

    • ef vottunarmerki vantar er möguleiki að fá gögn frá birgja;

    • gott er að hafa brunahönnuð á staðnum til að meta hvort hægt er að endurnýta hurðir (hinsvegar, ef breytingar reynast nauðsynlegar, er oft þörf á að fá birgjann með í ferlið til að taka endanlega ákvörðun um samþykki þeirra).

 

Í ENTRA's KA13 project, var eldvarnarhurð breytt og endurnotuð. Vegna breytinganna (t.d. var gler fyrir ofan hurðina fjarlægt), þurfti að athuga hvort hurðin héldi vottun sinni hjá birgja og brunahönnuði.

 

Ef um er að ræða eldri eldvarnarhurðir (t.d., frá því fyrir 1990), var asbest notað í þær svo það gæti verið hættulegt að meðhöndla þær. Fúga sem inniheldur asbest er hægt að þekkja á bleikum eða rauðleitum lit hennar og hún getur haft trefjakennda áferð.

 

Heimildir og frekari fróðleikur


3 views0 comments

Recent Posts

See All

Hurðir

Comments


bottom of page