top of page

Almennar aðgerðir til að auka endurnotkun

  • kjag55
  • Jan 8
  • 1 min read

Updated: Mar 6

Eftirfarandi eru fimm skref sem hægt er að nota til að auka endurnotkun í endurbótum á byggingum og í nýbyggingum.



Skref 1: Setja skýr markmið fyrir endurnotkun

  • tilgreina hvers konar vörur verða endurnýttar;
  • tilgreina gerð af endurnotkun:
    • á framkvæmdasvæði ef við á;
    • endurnotkun á utanaðkomandi efnum (vörur/efni nýtt frá öðrum verkefnum, helst staðbundnum, til dæmis öðrum niðurrifs verkefnum, endurvinnslustöðvum, afgangsefni frá framleiðendum í nærumhverfinu o.s.frv.);
    • möguleiki á endurnotkun á efni úr verkefninu í framtíðinni (t.d. forðast að kaupa vörur sem innihalda spilliefni og kaupa vörur með lengri líftíma).
  • meta möguleikann á endurnotkun svæðis.

Skref 2: Útbúa birgðaskrá yfir byggingarefni á framkvæmdasvæði

  • meta möguleika á endurnotkun í samræmi við
    • ástand vöru
    • möguleika á sparnaði (bæði með tilliti til umhverfis og hagnaðar);
    • erfiðleikastig niðurrifs;
    • núverandi kröfur um virkni.
  • endurmeta og uppfæra markmið úr skrefi 1;
  • hafa samband við söluaðila (t.d Efnisveituna).

Skref 3: Setja sett markmið inn í tilboðsgögn/ útboðsgögn 

  • tilgreina hvers konar vörur verða endurnýttar;
  • tilgreina gerð af endurnotkun (á framkvæmdasvæði, utanaðkomandi, eða möguleg endurnotkun í framtíðinni).

Skref 4: Gera ráð fyrir tíma fyrir niðurrif

  • hagræða geymsluskilyrðum og flutningi;
  • láta önnur fyrirtæki sjá um niðurrif og varðveislu efna/vara;
  • tilgreina hver ber ábyrgð á geymslu efna í millitíðinni.

Skref 5: Fylgjast með endurnotkun á meðan á byggingu og rekstri stendur.

  • skipuleggja reglulega fundi til þess að fylgjast með stöðunni í gegnum byggingarferlið;
  • rétt viðhald í rekstri, skipta út vörum og nýta aukaafurðir í staðinn ef þörf er á.

Comentários


bottom of page