top of page

Stál

  • kjag55
  • Jan 14
  • 2 min read

Updated: Jan 21



Stál er mikið notað í byggingariðnaðinum, enda mjög sterkt, hefur góða endingu, er tiltölulega létt, eldþolið og veðurþolið. Styrkur og sveigjanleiki þess gera það að gríðarlega fjölhæfu byggingarefni, sem hægt er að nota í ýmsum tegundum mannvirkja í mismunandi tilgangi, allt frá grindum og súlum til þakgrinda og bjálka.





Umhverfisáhrif

Stálframleiðsluferlið myndar loftmengun, eins og til dæmis brennisteinsdíoxíð, köfnunarefnisoxíð og svifryk, úrgang (t.d. stálgjall) og þarfnast verulegrar vatnsnotkunar. Þar að auki er ferlið orkufrekt og almenn orkunotkun þess er talin vera 10 GJ fyrir hvert tonn af framleiddu stáli (það fer þó eftir tegund stáls, frágang þess, notkun o.s.frv.).

Hvernig á að endurnýta og endurvinna

  • Bein endurnotkun burðarstáls: burðarstál er endingargott efni sem hægt er að endurnota á ýmsa vegu, bæði í upprunalegu og breyttu formi (t.d. með því að breyta stærð – klippa). Það gerir stál hluti að aðlaðandi valkosti til endurnotkunar, eins og til dæmis bjálka, þakklæðningu, rör, stiga eða skrauthluti[1]. Sem dæmi má nefna framhlið úr notuðum stálplötum á Kringloop Zuid endurvinnslustöðinni í Maastricht, Hollandi, eða Almere Recycling Centre í Amere, Hollandi, sem byggð var úr stál hlutum úr gömlum bílasal.

Stöðlun á stærð stál hluta auðveldar beina endurnotkun.

Hægt er að nota stál til að reisa byggingar sem eru hannaðar til að taka í sundur, eins og forsmíðaðar stálbyggingar.

Í verkefninu ENTRA's KA13, sem er norskt hringrásar verkefni í fullri stærð, var þróuð prófunaraðferð fyrir endurnotað stál með minni fjölda eyðileggjandiprófa, sem lækkaði prófunarkostnaðinn verulega. Einnig var núverandi staðall (NS EN 1090-2) notaður til að endurvotta notað stál.

  • Endurvinnsla brotajárns: hægt er að endurvinna stál til að búa til byggingarhluta.

Vinnsla brotajárns hefur þó umhverfisáhrif og því er æskilegra að endurnota stál hluta í upprunalegri mynd (t.d. burðarvirki, framhliðar). Æskilegt er að fjarlægja stál úr samsettum burðarvirkjum (t.d. járnbending í steinsteypu).

  • Endurnýting stáls í innanhúshönnun: hægt er að nota stál til að búa til húsgögn eða innréttingar, sem gefur rýmum iðnaðarlegt og jafnframt nútímalegt yfirbragð.

Heimildir og frekari lestur

1) International Energy Agency, Driving Energy Efficiency in Heavy Industries - Global energy efficiency benchmarking in cement, iron & steel, 2021.

2) Chen H.M. et al., Reclaiming structural steels from the end of service life composite structures for reuse - An assessment of the viability of different methods, Developments in the Built Environment, 10, 2022.

3) The CIRCON's project website and compendium.

4) Yeung J. et al., Understanding the total life cycle cost implications of reusing structural steel, Environment Systems and Decisions 37, 2016.


Comments


bottom of page