top of page

Endurnotkun á föstum innréttingum og tækjabúnaði

  • kjag55
  • Jan 9
  • 2 min read

Updated: Jan 21

Það er sjaldan rætt um fastar innréttingar og tækjabúnað í tengslum við endurnotkun, og sumir þessara hluta eru ekki inni í núverandi aðferðafræði LCA (upplýsingar um það sem LCA nær yfir má finna hér).

Samt sem áður eru þeir umtalsverður hluti af heildarkolefnisspori byggingarinnar og ætti að huga að endurnotkun þeirra við nýbyggingar og endurbætur.

 

Samkvæmt greiningu Lendager á endurnýjun skrifstofuhúsnæðis, leiddi endurnotkun á núverandi gólfefnum með lágmarks yfirborðsmeðhöndlun, varðveisla flestra innveggja og húsgagna og það að hreyfa ekki við tæknibúnaði (t.d. loftræstirásum, pípulögnum, ofnum) til verulegs sparnaðar á nýjum efnum  (~235 t) og kolefnislosun (~93 t), sem samsvarar 1.7 kgCO2_eq/m2/ári.

 
  • Það sem oftast er hægt að endurnota: eldvarnarbúnað, miðstöðvarofna, loftræstistokka, pípulagnir, hreinlætistæki, hurðir.
  • Það sem er erfitt að endurnota: lítil raftæki og rafeindabúnað (þar sem þetta úreldist tiltölulega hratt vegna tækniframfara), heilir gluggar (þar sem þeir kunna að vera í ósamræmi við núgildandi staðla um varmaeinangrun, þéttleika o.fl.), ljósabúnaður (vegna aukinna krafna um orkunýtingu).
 

Reglan um endurnotkun er sú að hlutir eigi að vera heilir og í sama ástandi og áður en þeir voru teknir niður.

 

Heimildir og frekari fróðleikur

1)    EU Construction & Demolition Waste Management Protocol, including guidelines for pre-demolition and pre-renovation audits of construction works, 2024.

2)    Bengt Dahlgren Gothenburg's guide, 2022.

3)    IVL Svenska Miljöinstitutet. Arbetsguide - Återbruk av fasta interiöra byggprodukter, 2018.

4)    IVL Svenska Miljöinstitutet. Arbetsguide - Återbruk av möbler och annan lös inredning, 2018.

5)    IVL Svenska Miljöinstitutet. BYGGÅTERBRUKSGUIDEN - En vägledning för att underlätta återbruk av byggprodukter i bostäder, 2021.

6)    Karlsson A, Ratfelt A, Eerola P, Bladh S. Återbruksguiden för installationer – Bengt Dahlgren, 2022.

7)    CCBuild. Återbruk av belysning - Demonterings- och hanteringsinstruktioner, 2018.

8)    CCBuild. Återbruk av beslag och dörrautomatik - Demonterings- och hanteringsinstruktioner, 2018.

9)    CCBuild. Återbruk av vägg och tak - Demonterings- och hanteringsinstruktioner, 2018.

10) CCBuild. Återbruk av VVS-produkter - Demonterings- och hanteringsinstruktioner, 2018.

11) CCBuild. Återbruk av dörrpartier - Demonterings- och hanteringsinstruktioner, 2018.

12) Erfaringsrapport ombruk (Eng. Experience report reuse) - Kristian Augusts gate 13, 2021.

13) Circle House - Denmark's first circular housing project, 2018.


Comments


bottom of page